Almennar fréttir

Ný vefsíða lítur dagsins ljós

04. febrúar 2022

Ný vefsíða Rauða krossins leit dagsins ljós um miðjan janúar og er hún stór liður í stafrænni vegferð félagsins.

Þar verður lögð áhersla á Mínar síður þar sem fólk mun geta séð allar helstu upplýsingar um sig, námsskeiðskráningar, skírteini og fleira. Markmið síðunnar er að einfalda aðgengi að upplýsingum fyrir notendur, sjálfboðaliða, námskeiðsþátttakendur, Mannvini, leiðbeinendum og öðrum sem vilja leggja Rauða krossinum lið. Síðan var unnin með Vettvangi og um leið og við þökkum fyrir gróskumikið og gott samstarf hlökkum við til áframhaldandi umbóta og samstarfs. 

 

Hans Júlíus, markaðsstjóri Vettvangs, færði Rauða krossinum gjöf í tilefni opnun heimasíðunnar. Nadía Ýr markaðsfulltrúi veitti henni móttökur fyrir hönd Rauða krossins. Við þökkum Vettvangi kærlega fyrir gjöfina og hlökkum við til náins samstarfs í framtíðinni.

Við erum stolt af nýju vefsíðunni okkar og vonum að þið njótið þess að vafra um króka hennar og kima.