Almennar fréttir
Oddfellow styrkir Rauða krossinn á Íslandi
20. desember 2022
Oddfellowstúkan nr. 12, Skúli fógeti, gaf Frú Ragnheiði, skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins, hálfa milljón króna úr líknarsjóði stúkunnar í gær.

Í afhendingarskjali kemur fram að markmiðið með styrkveitingunni sé að „koma megi í veg fyrir ótímabær dauðsföll og óafturkræfan skaða sem og að auka lífsgæði og bæta heilsufar einstaklinga sem nota vímuefni í æð með því að veita lágþröskuldaþjónustu í nærumhverfi einstaklinga“.
Rauði krossinn þakkar kærlega fyrir þetta rausnarlega framlag í þágu mannúðar.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Aðalfundur Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu
Innanlandsstarf 27. janúar 2023Aðalfundur Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu verður haldinn fimmtudaginn 9. mars.

Upplýsingar um útlendingamál
Almennar fréttir 26. janúar 2023Rauði krossinn á Íslandi hefur tekið saman einfalda og auðskiljanlega punkta um útlendingamál.

Hálf öld frá upphafi neyðarstarfs Rauða krossins á Íslandi
Almennar fréttir 23. janúar 2023Í dag er hálf öld frá því að eldgos hófst í Vestmannaeyjum árið 1973. Eldgosið markar upphafið að neyðarvarnarstarfi Rauða krossins á Íslandi.