Almennar fréttir

Oddur Freyr nýr fjölmiðlafulltrúi Rauða krossins

08. nóvember 2022

Oddur Freyr Þorsteinsson hefur tekið við starfi kynningar- og fjölmiðlafulltrúa Rauða krossins á Íslandi.

Oddur Freyr Þorsteinsson hefur tekið við starfi kynningar- og fjölmiðlafulltrúa Rauða krossins á Íslandi. Hann tekur við af Brynhildi Bolladóttur, sem gegndi starfi upplýsingafulltrúa frá árinu 2017 en hætti störfum í ágúst, þegar Oddur tók við. Hinn breytti starfstitill endurspeglar áherslubreytingar í starfinu.

Oddur er 35 ára og hefur starfað sem blaðamaður hjá Fréttablaðinu frá árinu 2017, en þar áður vann hann hjá RÚV. Hann er menntaður í sagnfræði og blaða- og fréttamennsku.