Almennar fréttir
Óskað eftir framboðum og tilnefningum til stjórnar Rauða krossins á Íslandi
09. janúar 2024
Á aðalfundi Rauða krossins á Íslandi sem haldinn verður 4. maí 2024 ber að kjósa stjórnarfólk. Hér með er lýst eftir framboðum þeirra sem vilja taka að sér eftirfarandi hlutverk.
Kjörnefnd Rauða krossins á Íslandi hefur nú tekið til starfa skv. 7. gr. laga Rauða krossins á Íslandi frá 21. maí 2022 og verklagsreglum kjörnefndar. Þetta tilkynnist hér með deildum félagsins, félögum og sjálfboðaliðum sem áhuga kunna að hafa.
Á aðalfundi Rauða krossins á Íslandi sem haldinn verður 4. maí 2024 ber að kjósa stjórnarfólk sem hér segir:
- Varaformaður til fjögurra ára
- Fimm stjórnarmenn til fjögurra ára
- Einn stjórnarmaður til tveggja ára
- Tveir varamenn til tveggja ára
Hér með er lýst eftir framboðum þeirra sem vilja taka að sér ofantalin hlutverk.
Tillögum eða upplýsingum um framboð skal koma á framfæri við kjörnefndarfólk, sjá að neðan eða skriflega til Landsskrifstofu á netfangið kristjana(hjá)redcross.is eða í pósti merkt:
Rauði krossinn á Íslandi – kjörnefnd
Efstaleiti 9
103 Reykjavík
Frestur til að skila tillögum og framboðstilkynningum er til miðnættis sunnudaginn 4. febrúar 2024.
Kjörnefndin er þannig skipuð:
- Hrund Snorradóttir, formaður, Rauða krossinum á höfuðborgarsvæðinu: hrundsnorra(hjá)hotmail.com
- Gunnar Frímannsson, Rauða krossinum við Eyjafjörð: frimanns(hjá)gmail.com
- Guðrún Vala Elísdóttir, Rauða krossinum á Vesturlandi: vala(hjá)simenntun.is
- Helga Gísladóttir, Rauða krossinum í Barðastrandasýslu: hgisla(hjá)icloud.is
Varamenn:
- Sveinbjörn Finnsson, Rauða krossinum á höfuðborgarsvæðinu: sveinbjorn(hjá)gmail.com
- Solveig Friðriksdóttir, Rauða krossinum í Fjarðarbyggð: sollashape(hjá)gmail.com
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitSeldu perl til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 01. nóvember 2024Fjórar vinkonur gengu í hús í Síðuhverfi á Akureyri og seldu perl til styrktar Rauða krossinum.
Rauði krossinn og íslensk stjórnvöld undirrita heit á sviði mannúðarmála
Almennar fréttir 31. október 2024Íslensk stjórnvöld og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað fimm heit á sviði mannúðarréttar og mannúðarmála.
Héldu tombólu fyrir fátæk börn
Almennar fréttir 24. október 2024Fjórar vinkonur úr Hafnarfirði héldu nýlega tombólu til að styrkja fátæk börn í Afríku.