Almennar fréttir
Palestínskur sjúkraflutningamaður Rauða hálfmánans lést við störf á Gaza
11. júní 2019
Mohammad Judeili, sjúkraflutningamaður Rauða hálfmánans í Palestínu lést í gær, en hann var skotinn fyrir rúmum mánuði af Ísraelsher þar sem hann stóð vaktina og sótti slasaða á Gaza
Mohammad Judeili, sjúkraflutningamaður Rauða hálfmánans í Palestínu lést í gær, en hann var skotinn fyrir rúmum mánuði af Ísraelsher þar sem hann stóð vaktina og sótti slasaða á Gaza. Mohammad hafði legið þungt haldinn síðan hann varð fyrir gúmmíhúðaðri málmbyssukúlu sem ísraelskur hermaður skaut þann 3. maí síðastliðinn. Byssukúlan fór í gegnum nefið á honum með þeim afleiðingum að hann hlaut höfuðkúpubrot.
Það verður seint brýnt nógu oft fyrir stríðandi fylkingum hve gróft brot á alþjóðlegum mannúðarlögum slíkar árásir eru. Hermenn skulu, skv. þeim ekki hindra að heilbrigðisstarfsfólk geti unnið starf sitt á vettvangi og ekki má ráðast á sjúkrabíla eða sjúkrahús eða annað húsnæði þar sem særðum er hjúkrað. Hjálparstarfsfólk á átakasvæðum eru ekki skotmark.
Rauði krossinn Íslandi styður Rauða hálfmánann í Palestínu
Sjúkraflutningamenn í Palestínu sinna starfi sínu við afar hættulegar og erfiðar aðstæður. Líkt og Rauði krossinn á Íslandi sinnir Rauði hálfmáninn í Palestínu rekstri sjúkrabíla. Með aðstoð íslenskra lækna og sjúkraflutningamanna hafa palestínskir sjúkraflutningamenn fengið þjálfun sem gerir þá hæfari til að flytja sjúklinga við erfiðar aðstæður eins og þær sem ríkja á Gasasvæðinu.
Stuðningur Mannvina, mánaðarlegra styrktaraðila Rauða krossins, gerir okkur kleift að veita bræðrum okkar og systrum fyrir botni Miðjarðarhafs lífsbjargandi aðstoð.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rauði krossinn fjölgar fatakössum á höfuðborgarsvæðinu
Almennar fréttir 18. nóvember 2025Nýjum söfnunarkössum Rauða krossins fyrir fatnað og annan textíl hefur verið komið fyrir við fimm Bónusverslanir á höfuðborgarsvæðinu. Samtals eru kassarnir því á sjö stöðum á svæðinu og stefnt er á frekari útbreiðslu á næstu misserum.
Samstaða sómalskra kvenna drifkraftur umbóta
Alþjóðastarf 06. nóvember 2025„Þrátt fyrir takmörkuð úrræði deila sómalskar konur þeirri öflugu hugsjón að konur séu konum bestar,“ segir Natalia Herrera Eslava, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum á Íslandi. Starf sómalska Rauða hálfmánans, sem Rauði krossinn á Íslandi styrkir, er mikilvægara nú en nokkru sinni.
Auglýsing um sögu Rauða krossins tilnefnd til verðlauna
Almennar fréttir 05. nóvember 2025„Saga Rauða krossins á Íslandi er löng og litrík og við lögðum mikla vinnu í að fanga rétta tilfinningu,“ segir hönnunarstjóri Strik Studio um tilnefningu til verðlauna á einni stærstu hönnunarhátíð Evrópu.