Almennar fréttir
Palestínskur sjúkraflutningamaður Rauða hálfmánans lést við störf á Gaza
11. júní 2019
Mohammad Judeili, sjúkraflutningamaður Rauða hálfmánans í Palestínu lést í gær, en hann var skotinn fyrir rúmum mánuði af Ísraelsher þar sem hann stóð vaktina og sótti slasaða á Gaza
Mohammad Judeili, sjúkraflutningamaður Rauða hálfmánans í Palestínu lést í gær, en hann var skotinn fyrir rúmum mánuði af Ísraelsher þar sem hann stóð vaktina og sótti slasaða á Gaza. Mohammad hafði legið þungt haldinn síðan hann varð fyrir gúmmíhúðaðri málmbyssukúlu sem ísraelskur hermaður skaut þann 3. maí síðastliðinn. Byssukúlan fór í gegnum nefið á honum með þeim afleiðingum að hann hlaut höfuðkúpubrot.
Það verður seint brýnt nógu oft fyrir stríðandi fylkingum hve gróft brot á alþjóðlegum mannúðarlögum slíkar árásir eru. Hermenn skulu, skv. þeim ekki hindra að heilbrigðisstarfsfólk geti unnið starf sitt á vettvangi og ekki má ráðast á sjúkrabíla eða sjúkrahús eða annað húsnæði þar sem særðum er hjúkrað. Hjálparstarfsfólk á átakasvæðum eru ekki skotmark.
Rauði krossinn Íslandi styður Rauða hálfmánann í Palestínu
Sjúkraflutningamenn í Palestínu sinna starfi sínu við afar hættulegar og erfiðar aðstæður. Líkt og Rauði krossinn á Íslandi sinnir Rauði hálfmáninn í Palestínu rekstri sjúkrabíla. Með aðstoð íslenskra lækna og sjúkraflutningamanna hafa palestínskir sjúkraflutningamenn fengið þjálfun sem gerir þá hæfari til að flytja sjúklinga við erfiðar aðstæður eins og þær sem ríkja á Gasasvæðinu.
Stuðningur Mannvina, mánaðarlegra styrktaraðila Rauða krossins, gerir okkur kleift að veita bræðrum okkar og systrum fyrir botni Miðjarðarhafs lífsbjargandi aðstoð.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Auglýsing um sögu Rauða krossins tilnefnd til verðlauna
Almennar fréttir 05. nóvember 2025„Saga Rauða krossins á Íslandi er löng og litrík og við lögðum mikla vinnu í að fanga rétta tilfinningu,“ segir hönnunarstjóri Strik Studio um tilnefningu til verðlauna á einni stærstu hönnunarhátíð Evrópu.
Söfnunarfé frá almenningi til Mjanmar
Alþjóðastarf 04. nóvember 2025Fé sem safnaðist í neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi í kjölfar jarðskjálftanna í Mjanmar í lok mars mun nýtast Rauða krossinum þar í landi til áframhaldandi stuðnings við þolendur hamfaranna.
Smíðuðu búð og söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 03. nóvember 2025Framkvæmdagleði, dugnaður og hjálpsemi einkennir vinkonur úr Engjaskóla í Grafarvogi sem gerðu sér lítið fyrir nýverið og smíðuðu búð og seldu þar handverk sem þær sjálfar höfðu búið til. Allt var þetta gert til að hjálpa öðrum.