Almennar fréttir
Palestínskur sjúkraflutningamaður Rauða hálfmánans lést við störf á Gaza
11. júní 2019
Mohammad Judeili, sjúkraflutningamaður Rauða hálfmánans í Palestínu lést í gær, en hann var skotinn fyrir rúmum mánuði af Ísraelsher þar sem hann stóð vaktina og sótti slasaða á Gaza
Mohammad Judeili, sjúkraflutningamaður Rauða hálfmánans í Palestínu lést í gær, en hann var skotinn fyrir rúmum mánuði af Ísraelsher þar sem hann stóð vaktina og sótti slasaða á Gaza. Mohammad hafði legið þungt haldinn síðan hann varð fyrir gúmmíhúðaðri málmbyssukúlu sem ísraelskur hermaður skaut þann 3. maí síðastliðinn. Byssukúlan fór í gegnum nefið á honum með þeim afleiðingum að hann hlaut höfuðkúpubrot.
Það verður seint brýnt nógu oft fyrir stríðandi fylkingum hve gróft brot á alþjóðlegum mannúðarlögum slíkar árásir eru. Hermenn skulu, skv. þeim ekki hindra að heilbrigðisstarfsfólk geti unnið starf sitt á vettvangi og ekki má ráðast á sjúkrabíla eða sjúkrahús eða annað húsnæði þar sem særðum er hjúkrað. Hjálparstarfsfólk á átakasvæðum eru ekki skotmark.
Rauði krossinn Íslandi styður Rauða hálfmánann í Palestínu
Sjúkraflutningamenn í Palestínu sinna starfi sínu við afar hættulegar og erfiðar aðstæður. Líkt og Rauði krossinn á Íslandi sinnir Rauði hálfmáninn í Palestínu rekstri sjúkrabíla. Með aðstoð íslenskra lækna og sjúkraflutningamanna hafa palestínskir sjúkraflutningamenn fengið þjálfun sem gerir þá hæfari til að flytja sjúklinga við erfiðar aðstæður eins og þær sem ríkja á Gasasvæðinu.
Stuðningur Mannvina, mánaðarlegra styrktaraðila Rauða krossins, gerir okkur kleift að veita bræðrum okkar og systrum fyrir botni Miðjarðarhafs lífsbjargandi aðstoð.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Úr einu hestafli í 180 á tæpri öld
Innanlandsstarf 06. janúar 2026Rauði krossinn hefur útvegað og rekið sjúkrabíla landsins allt frá árinu 1926. Á þeim tíma hefur hestöflunum sem notuð eru til sjúkraflutninga heldur betur fjölgað.
Fjögur frækin frændsystkini söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 30. desember 2025Matthías Snorrason, Leó Bacchetti, Emma Högnadóttir og Óskar Snorrason fengu hugmynd og örkuðu þegar af stað til að safna pening í Vesturbænum fyrir Rauða krossinn.
Samið um aukið fjármagn til Frú Ragnheiðar
Innanlandsstarf 23. desember 2025„Besta jólagjöfin,“ segir deildarstjóri hjá Rauða krossinum. „Mikilvægt fyrir samfélagið allt,“ segir heilbrigðisráðherra. Frú Ragnheiður mun áfram aka um landið og veita fólki sem notar vímuefni skaðaminnkandi þjónustu og ráðgjöf.