Almennar fréttir
Rauði krossinn fjölgar farsóttarhúsum vegna álags
26. júlí 2021
Það er í nægu að snúast hjá Rauða krossinum þessa dagana. Sóttkvíarhótelum hefur verið fjölgað úr einu í tvö og farsóttarhúsum úr einu í þrjú en á þessari stundu veita sjálfboðaliðar og starfsfólk Rauða krossins aðstoð og stuðning til um 200 einstaklinga í sóttkví og 130 einstaklinga í einangrun.
Það er í nægu að snúast hjá Rauða krossinum þessa dagana en samhliða fjölgandi COVID smitum og auknum straumi ferðafólks til landsins hefur álag á farsóttarhús og sóttkvíarhótel aukist til muna. Að undanförnu hefur sóttkvíarhótelum því verið fjölgað úr einu í tvö og farsóttarhúsum úr einu í þrjú. Á þessari stundu veita sjálfboðaliðar og starfsfólk Rauða krossins aðstoð og stuðning til um 200 einstaklinga í sóttkví og 130 einstaklinga í einangrun.
Vegna aukins álags mun Rauði krossinn þurfa að fjölga starfsfólki í farsóttarhúsum og er opið fyrir umsóknir um tímabundin störf hjá félaginu á Alfreð .
Sem fyrr tekur Rauði krossinn hlutverk sitt í almanna- og neyðarvörnum landsins afar alvarlega og þakkar stjórnvöldum traustið sem útvistun umsjónar sóttvarnar- og farsóttarhúsa á landinu til félagsins sýnir glöggt.
Þá eiga Mannvinir Rauða krossins skilið miklar þakkir en mánaðarlegur stuðningur þeirra gerir Rauða krossinum kleift að bregðast við hratt og örugglega, hvenær sem þörf er á. Ef þú vilt gerast Mannvinur, og þannig styðja neyðarvarnir og önnur verkefni Rauða krossins, þá er einfalt að gera það á mannvinir.is
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Stöðvum helvíti á jörðu
Alþjóðastarf 09. júlí 2025„Hörmungarnar á Gaza eru skuggi yfir mannkyni,“ skrifa framkvæmdastjórar sex íslenskra mannúðarfélaga. „Líf íbúa Gaza eru jafn mikils virði og líf annarra íbúa þessa heims, það ætti ekki að þurfa að taka fram, en engu að síður horfir heimurinn dofinn upp á íbúa Gaza svipta allri mannlegri reisn.“

Mikilvægt að fá að vera til staðar fyrir fólk í afplánun
Innanlandsstarf 08. júlí 2025Pétur Kristófersson, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum, heimsækir fanga og spjallar við þá um það sem á þeim brennur. Tilgangurinn er að aðstoða þá við undirbúning fyrir lífið eftir afplánun.

Börn með skotsár á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins
Alþjóðastarf 03. júlí 2025„Við höfum séð allt að 200 særða á einum degi; með skotsár, brunasár, sár eftir sprengjubrot og aðra áverka,“ segir hjúkrunarfræðingur sem starfar á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. „Við fáum til okkar börn með skotsár.“