Almennar fréttir
Rauði krossinn og íslensk stjórnvöld undirrita heit á sviði mannúðarmála
31. október 2024

Íslensk stjórnvöld og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað fimm heit á sviði mannúðarréttar og mannúðarmála.
Heit um:
- Varnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi í vopnuðum átökum.
- Varnir gegn kynferðislegri misneytingu og misnotkun.
- Að talað verði fyrir virðingu fyrir alþjóðlegum mannúðarlögum, þ.m.t. varðandi notkun sprengjuvopna í þéttbýli.
- Þátttaka í röð norrænna málþinga um alþjóðlegan mannúðarrétt á næstu árum.
- Samnorrænt heit um vernd umhverfis í vopnuðum átökum.
Einar Gunnarsson sendiherra og fastafulltrúi Íslands í Genf undirritaði heitin fyrir hönd stjórnvalda og Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri fyrir hönd Rauða krossins á alþjóðaráðstefnu Rauða krossins og Rauða hálfmánans.
Alþjóðaráðstefna Rauða krossins og Rauða hálfmánans stendur yfir í Genf í Sviss. Ráðstefnan var fyrst haldin í París árið 1867 og hefur síðan verið sameiginlegur vettvangur landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans, Alþjóðaráðs Rauða krossins, Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans og stjórnvalda til að ræða mannúðarrétt og samþykkja ályktanir um mannúðarmál sem varða heiminn allan.
Hefð er fyrir því að landsfélög og stjórnvöld undirriti heit á sviði mannúðarréttar og mannúðarmála við þetta tækifæri.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Listsköpun, leikur og lærdómur
Innanlandsstarf 15. júlí 2025„Þetta voru góðar og gefandi samverustundir og mætingin var mjög góð,“ segir Yana Miz, verkefnisstjóri Wellbeing4U hjá Rauða krossinum, um uppskeruhátíð verkefnisins þar sem tugir flóttafólks frá Úkraínu á öllum aldri komu saman.

Stöðvum helvíti á jörðu
Alþjóðastarf 09. júlí 2025„Hörmungarnar á Gaza eru skuggi yfir mannkyni,“ skrifa framkvæmdastjórar sex íslenskra mannúðarfélaga. „Líf íbúa Gaza eru jafn mikils virði og líf annarra íbúa þessa heims, það ætti ekki að þurfa að taka fram, en engu að síður horfir heimurinn dofinn upp á íbúa Gaza svipta allri mannlegri reisn.“

Mikilvægt að fá að vera til staðar fyrir fólk í afplánun
Innanlandsstarf 08. júlí 2025Pétur Kristófersson, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum, heimsækir fanga og spjallar við þá um það sem á þeim brennur. Tilgangurinn er að aðstoða þá við undirbúning fyrir lífið eftir afplánun.