Alþjóðastarf
Rauði krossinn styður við flutning á 30 súrefnisvélum til Sómalíu
20. desember 2021
Þessi stuðningur bætist við fyrri stuðning við baráttuna gegn heimsfaraldrinum. Árið 2020 veitti Rauði krossinn á Íslandi tæpum 30 milljónum króna til COVID-19 viðbragða Rauða kross hreyfingarinnar í Afríku og í Mið-Austurlöndum auk þess að senda 4 sendifulltrúa til að taka þátt í COVID-19 viðbrögðum. Sendifulltrúarnir hafa tekið þátt í starfi hreyfingarinnar frá höfuðstöðvum Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans í Genf, frá svæðisskrifstofu Alþjóðasambandsins í Evrópu, skrifstofu Alþjóðasambandsins í Líbanon og á COVID-19 sjúkraeiningu í Jemen.
Á heimsvísu eru viðbrögð Rauða kross hreyfingarinnar mjög yfirgripsmikil. Viðbrögðunum má skipta í þrjá meginþætti:
Að viðhalda og efla heilbrigði og hreinlæti
Takast á við félagslegar og efnahagslegar afleiðingar faraldsins
Að efla og byggja upp landsfélög hreyfingarinnar á sjálfbæran hátt svo þau verði betur búin að takast á við stóráföll og afleiðingar þeirra.
Líkt og Rauði krossinn á Íslandi hefur mikilvægu hlutverki að gegna innan almannavarna á Íslandi gegna önnur landsfélög hreyfingarinnar mikilvægu stoðhlutverki við sín yfirvöld þó hlutverkin geti verið mismunandi á milli landa. Víða reka landsfélögin heilsugæslur og jafnvel spítala, landsfélög í Afríku og Mið-Austurlöndum hafa mikla reynslu af samfélagslegri heilbrigðisþjónustu, eftirliti með faröldrum og heilbrigðisfræðslu svo fátt eitt sé nefnt. Landsfélög eru því mörg hver vel sett til að taka þátt í bólusetningaraðgerðum. Landsfélög hafa einnig hugað að sálfélagslegum stuðningi og brugðist við félags og efnahagslegum afleiðingum faraldursins með matar og fjárstuðningi, skjóli og félagslegri aðhlynningu.
Með stuðningi utanríkisráðuneytisins og Mannvina Rauða krossins getur Rauði krossinn á Íslandi stutt Sómalíska Rauða hálfmánann og önnur landsfélög í baráttunni gegn COVID-19.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Bestu vinir seldu límonaði og heimabakað fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 17. september 2025„Við viljum hjálpa öðrum,“ sögðu vinirnir Andrea, Íris og Rúrik úr Hafnarfirði sem söfnuðu tæplega 15 þúsund krónum fyrir Rauða krossinn.

Bak við tjöldin í neyðarsjúkrahúsinu á Gaza
Alþjóðastarf 15. september 2025Forgangsraða þarf mat á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. Fyrst fá sjúklingarnir og aðstandendur þeirra að borða. Svo starfsfólkið. Mitt í neyðinni upplifir fólk fágæt en dýrmæt gleðileg augnablik. Eins og að sjá stúlku sem missti fótinn ganga á ný.

Máluðu myndir og seldu vegfarendum
Almennar fréttir 12. september 2025Frænkurnar Theodóra Guðrún Kaaber og Þórunn Björk Kaaber afhentu Rauða krossinum nýverið fé sem þær höfðu safnað fyrir fólk á Gaza og önnur verkefni félagsins.