Almennar fréttir
Rauði krossinn við Eyjafjörð leggur 2 milljónir til neyðarsöfnunar fyrir Gaza
29. janúar 2025
Í tilefni af 100 ára afmæli Rauða krossins við Eyjafjörð hefur stjórn deildarinnar ákveðið að leggja 2 milljónir króna til neyðarsöfnunarinnar. Með þessu vill deildin sýna samhug og stuðning við þá sem þurfa á hjálp að halda á þessum erfiðu tímum.

Rauði krossinn á Íslandi stendur nú fyrir neyðarsöfnun fyrir íbúa Gaza, þar sem neyðin er gífurleg eftir langvarandi átök. Vopnahlé hefur verið komið á, en ástandið á svæðinu er enn afar alvarlegt. Yfir 1,9 milljónir Palestínumanna eru á vergangi og 92% íbúðarhúsnæðis hefur orðið fyrir skemmdum.
Rauði krossinn við Eyjafjörð hefur til fjölda ára lagt sitt af mörkum til neyðarsafnana vegna náttúruhamfara og átaka víðs vegar um heiminn. Með þessu framlagi vill deildin leggja sitt af mörkum til að styðja viðbragð Rauða krossins á svæðinu og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama.
Þeir sem vilja leggja sitt af mörkum til neyðarsöfnunarinnar geta gert það með framlögum hér.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Listsköpun, leikur og lærdómur
Innanlandsstarf 15. júlí 2025„Þetta voru góðar og gefandi samverustundir og mætingin var mjög góð,“ segir Yana Miz, verkefnisstjóri Wellbeing4U hjá Rauða krossinum, um uppskeruhátíð verkefnisins þar sem tugir flóttafólks frá Úkraínu á öllum aldri komu saman.

Stöðvum helvíti á jörðu
Alþjóðastarf 09. júlí 2025„Hörmungarnar á Gaza eru skuggi yfir mannkyni,“ skrifa framkvæmdastjórar sex íslenskra mannúðarfélaga. „Líf íbúa Gaza eru jafn mikils virði og líf annarra íbúa þessa heims, það ætti ekki að þurfa að taka fram, en engu að síður horfir heimurinn dofinn upp á íbúa Gaza svipta allri mannlegri reisn.“

Mikilvægt að fá að vera til staðar fyrir fólk í afplánun
Innanlandsstarf 08. júlí 2025Pétur Kristófersson, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum, heimsækir fanga og spjallar við þá um það sem á þeim brennur. Tilgangurinn er að aðstoða þá við undirbúning fyrir lífið eftir afplánun.