Almennar fréttir
Samstarfssamningur við Marel
20. desember 2019
Rauði krossinn og Marel hafa gert með sér fjögurra ára samstarfssamning.
Samstarf um bætt aðgengi að vatni og hreinlæti Rauði krossinn og Marel hafa undirritað samning til fjögurra ára til styrktar One WASH verkefnisins í Malaví. One WASH er langtíma verkefni og heildstæð nálgun til þess að bæta aðgengi að heilbrigðisþjónustu, hreinu vatni, hreinlæti og næringu á svæðum þar sem kólerufaraldur er útbreiddur. Umfang samningsins nær yfir bætan viðbúnað, skimun og viðbrögð við kólerufaraldri í Malaví þar sem um 18.6 milljónir manns búa. Rannsóknir og verkefni á borð við One WASH sem stuðla að bættri notkun og meðhöndlun vatns, fæðu og næringarefna eru til hagbóta fyrir nærsamfélag og mikilvæg starfssemi Marel þar sem hreint vatn er lykilhráefnið við matvælavinnslu. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem verkefnið nær til eru nr. 2 um ekkert hungur, nr. 9 um nýsköpun og uppbyggingu og nr. 12 um ábyrga neyslu og framleiðslu. \"Hreint vatn er lykillinn að heilbrigði. Samstarfssamningurinn gerir Rauða krossinum kleift að tryggja aðgengi að hreinu vatni, m.a. með því að byggja vatnsbrunna og það er ómetanlegt að geta verið í langtímaverkefni sem þessu þar sem við getum gert áætlanir til lengri tíma um aðgerðir. Við erum Marel afskaplega þakklát fyrir stuðninginn\" sagði Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins við undirritunina. |
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Seldu heimagerð armbönd til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 23. júní 2022Þessar duglegu stúlkur gengu í hús í Hafnarfirði og seldu heimagerð armbönd til styrktar hjálparstarfi Rauða krossins í Úkraínu og söfnuðu þær alls 44 þúsund krónum.

Jarðskjálfti í Afganistan
Almennar fréttir 22. júní 2022Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn eru til staðar í Afganistan og sinna neyðarviðbrögðum á svæðinu þar sem mannskæður jarðskjálfti reið yfir í morgun.

Seldu perl á Selfossi til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 21. júní 2022Þessir duglegu krakkar gengu í hús á Selfossi og seldu perl til styrktar Rauða krossinum. Alls söfnuðu þau 51.216 kr.