Almennar fréttir

Seldi smákökur til að styrkja Rauða krossinn

24. nóvember 2023

Sólveig María Guðmundsdóttir bakaði og seldi smákökur til að styrkja Rauða krossinn.

Sólveig María Guðmundsdóttir bakaði smákökur og seldi þær til ættingja, vina og nágranna sinna til að safna fyrir Rauða krossinn.

Hún kom með afraksturinn af sölunni á skrifstofuna okkar, en hún náði að safna 21.450 krónum með þessu frábæra framtaki.

Við þökkum Sólveigu kærlega fyrir framlag sitt í þágu mannúðar!