Almennar fréttir
Seldu handgerð kort til styrktar Rauða krossinum
13. apríl 2022
Þann 6. apríl færðu þessar duglegu stúlkur Rauða krossinum söfnunarfé til aðgerðana sem Rauði krossinn stendur fyrir í Úkraínu.
En þær bjuggu til kort og seldu í Skagfirðingabúð á Sauðárkróki við góðar viðtökur, þar sem þær söfnuðu rúmlega 31 þúsund krónum. Stúlkurnar heita Brynja María Baldvinsdóttir, Árelía Margrét Grétarsdóttir, Álfrún Anja Jónsdóttir og Júlía Marín Helgadóttir. Við þökkum þessum duglegu stelpum kærlega fyrir sitt framlag til mannúðarmála!

Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Héldu tombólu á Akureyri til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 12. maí 2022Þessar ungu stúlkur héldu tombólu við Nettó á Akureyri til styrktar Úkraínu og afhentu Rauða krossinum við Eyjafjörð afraksturinn 6.778 krónur.

Söfnuðu dósum til styrktar Neyðarsöfnun Rauða krossins
Almennar fréttir 11. maí 2022Þessar ungu stúlkur söfnuðu dósum til styrktar Úkraínu og afhentu Rauða krossinum við Eyjafjörð afraksturinn, 22.720 krónur.

Seldu límonaði til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 10. maí 2022Þessar duglegu stúlkur seldu heimagert límónaði til styrktar Rauða krossinum og söfnuðu alls 5.091 kr.