Almennar fréttir
Seldu heimagerð armbönd til styrktar Rauða krossinum
23. júní 2022
Þær Elín Helga, Bára Dís og Unnur Freyja gengu í hús í Hafnarfirði og seldu heimagerð armbönd til styrktar hjálparstarfi Rauða krossins í Úkraínu. Einnig tóku þær við dósum til styrktar Rauða krossinum.
Stúlkurnar, sem eru 8 ára gamlar, söfnuðu alls rúmlega 44 þúsund krónum.
Við þökkum þessum duglegu vinkonum kærlega fyrir sitt framlag í þágu mannúðar.

Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Jarðskjálfti í Afganistan
Almennar fréttir 22. júní 2022Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn eru til staðar í Afganistan og sinna neyðarviðbrögðum á svæðinu þar sem mannskæður jarðskjálfti reið yfir í morgun.

Seldu perl á Selfossi til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 21. júní 2022Þessir duglegu krakkar gengu í hús á Selfossi og seldu perl til styrktar Rauða krossinum. Alls söfnuðu þau 51.216 kr.

Evrópa bjóði fólk velkomið í kjölfar áður óþekktrar samstöðu
Almennar fréttir 20. júní 2022Rauði krossinn kallar eftir því að dreginn verði jákvæður lærdómur á samstöðu og viðbrögðum við komu flóttafólks frá Úkraínu.