Almennar fréttir

Seldu heimagerð armbönd til styrktar Rauða krossinum

23. júní 2022

Þær Elín Helga, Bára Dís og Unnur Freyja gengu í hús í Hafnarfirði og seldu heimagerð armbönd til styrktar hjálparstarfi Rauða krossins í Úkraínu. Einnig tóku þær við dósum til styrktar Rauða krossinum.

Stúlkurnar, sem eru 8 ára gamlar, söfnuðu alls rúmlega 44 þúsund krónum. 

Við þökkum þessum duglegu vinkonum kærlega fyrir sitt framlag í þágu mannúðar.