Almennar fréttir
Seldu kaffi og kökur til styrktar Rauða krossinum
26. júní 2023
Nokkrar vinkonur stóðu fyrir söfnun til að styrkja Rauða krossinn í síðustu viku.

Vinkonurnar Talía Berglind Hinriksdóttir, Ester Lillý Hildar- og Aradóttir, Katrín Svala Ólafsdóttir, María Lilja Davíðsdóttir og Brynja Hrönn Magnúsdóttir komu til okkar í seinustu viku og afhentu Rauða krossinum afraksturinn af söfnun sem þær stóðu fyrir til að styrkja Rauða krossinn.
Stelpurnar bökuðu kókoskúlur og trallakökur og helltu upp á kaffi og seldu þetta svo fyrir utan Nettó í Hafnarfirði. Þær náðu að safna 10.128 kr. og við þökkum þeim kærlega fyrir framlag þeirra í þágu mannúðar!
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Skyndihjálparmanneskjur ársins verðlaunaðar
Almennar fréttir 11. febrúar 2025Í dag var haldið upp á 112-daginn í slökkvistöðinni í Skógarhlíð 14, en þemað í ár var börn og öryggi. Við þetta tækifæri veitti Rauði krossinn á Íslandi skyndihjálparmanneskjum ársins viðurkenningu. Skyndihjálparmanneskjur ársins 2024 eru þau Guðrún Narfadóttir, Hinrik Þráinn Örnólfsson og Elín Ragnarsdóttir, sem veittu Hrafnkeli Reynissyni lífsbjörg þegar hann hneig niður á bílastæði í Álftamýrinni og fór í hjartastopp.

Tímasetningar aðalfunda deilda 2025
Almennar fréttir 07. febrúar 2025Hér má sjá tímasetningar á þeim aðalfundum deilda Rauða krossins sem hafa verið ákveðnir.

Aðalfundur Rauða krossins við Eyjafjörð
Almennar fréttir 05. febrúar 2025Aðalfundur Rauða krossins við Eyjafjörð verður haldinn 13. mars.