Almennar fréttir

Seldu myndir til styrktar Rauða krossinum

23. mars 2022

Þær Kría Burgess og Laufey Lilja Leifsdóttir, 10 ára, héldu tombólu í Laugardalnum til styrktar Rauða krossinum.

Þær seldu myndir sem þær máluðu sjálfar og söfnuðu 10.738 til styrktar íbúum í Úkraínu.
Við þökkum þeim Kríu og Laufeyju kærlega fyrir sitt framlag!