Almennar fréttir

Seldu myndir til styrktar Rauða krossinum

28. júní 2023

Tvær vinkonur gengu í hús og seldu myndir fyrir Rauða krossinn.

Þær Leóna Lít Alempur og Sara María Czernik, 10 ára, bjuggu til "tie dye" blöð með tússlitum og vatni og gengu í hús í Kópavogi og Árbæ til að selja.

Vinkonunar söfnuðu alls 10.205 kr. og færðu Rauða krossinum afraksturinn. Við þökkum þeim kærlega fyrir sitt framlag í þágu mannúðar!