Almennar fréttir
Seldu perl til styrktar Rauða krossinum
01. nóvember 2024
Fjórar vinkonur gengu í hús í Síðuhverfi á Akureyri og seldu perl til styrktar Rauða krossinum.

Vinkonurnar Karen, Aníta Ósk, Eva Sól og Þórunn Gunný eru handlagnar og duglegar að perla. Þær ákváðu að ganga í hús í Síðuhverfi og selja perl til styrktar Rauða krossinum.

Það voru stoltar vinkonur sem komu og færðu Rauða krossinum afrakstur vinnunnar, 14.049 krónur.
Við þökkum þeim kærlega fyrir þeirra framlag til mannúðarstarfs Rauða krossins!
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Skyndihjálparmanneskjur ársins verðlaunaðar
Almennar fréttir 11. febrúar 2025Í dag var haldið upp á 112-daginn í slökkvistöðinni í Skógarhlíð 14, en þemað í ár var börn og öryggi. Við þetta tækifæri veitti Rauði krossinn á Íslandi skyndihjálparmanneskjum ársins viðurkenningu. Skyndihjálparmanneskjur ársins 2024 eru þau Guðrún Narfadóttir, Hinrik Þráinn Örnólfsson og Elín Ragnarsdóttir, sem veittu Hrafnkeli Reynissyni lífsbjörg þegar hann hneig niður á bílastæði í Álftamýrinni og fór í hjartastopp.

Tímasetningar aðalfunda deilda 2025
Almennar fréttir 07. febrúar 2025Hér má sjá tímasetningar á þeim aðalfundum deilda Rauða krossins sem hafa verið ákveðnir.

Aðalfundur Rauða krossins við Eyjafjörð
Almennar fréttir 05. febrúar 2025Aðalfundur Rauða krossins við Eyjafjörð verður haldinn 13. mars.