Almennar fréttir
Sendifulltrúanámskeið Rauða krossins
08. júní 2023
Rauði krossinn á Íslandi auglýsir eftir umsóknum á sendifulltrúanámskeið félagsins, IMPACT - International Mobilization and Preparation for ACTion, sem haldið verður dagana 8. - 13. október.
Þátttaka á sendifulltrúanámskeiðið er forsenda þess að fá starf á vegum Rauða kross Íslands á alþjóðavettvangi
Námskeiðið er tvíþætt. Fer fyrri hluti þess fer fram á netinu en seinni hlutinn verður haldinn vikuna 8 – 13 október 2023 utan höfuðborgarsvæðis og er krafst 24/7 viðveru alla námskeiðsdaganna. Alls verðar 25 umsækjendur valdir inn á námskeiðið sem er alþjóðlegt og fer fram á ensku.
Þátttökuskilyrði eru m.a. fagmenntun og minnst þriggja til fimm ára starfsreynsla í viðkomandi fagi eftir nám. Mjög góð enskukunnátta er skilyrði og færni í frönsku, arabísku, rússnesku eða spænsku er mikill kostur. Þátttökugjald er 85.000 kr. Óafturkræft forfallagjald er 30.000 kr.
Umsóknum skal skila inn með því að fylla út IMPACT umsóknarform á heimasíðu Rauða krossins fyrir 12. júní 2023.

Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um námskeiðið og þátttökuskilyrði má finna hér og einnig með því að hafa samband við Önnu Bryndísi Hendriksdóttur verkefnastjóri sendifulltrúamála á netfangið annab@redcross.is
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Listsköpun, leikur og lærdómur
Innanlandsstarf 15. júlí 2025„Þetta voru góðar og gefandi samverustundir og mætingin var mjög góð,“ segir Yana Miz, verkefnisstjóri Wellbeing4U hjá Rauða krossinum, um uppskeruhátíð verkefnisins þar sem tugir flóttafólks frá Úkraínu á öllum aldri komu saman.

Stöðvum helvíti á jörðu
Alþjóðastarf 09. júlí 2025„Hörmungarnar á Gaza eru skuggi yfir mannkyni,“ skrifa framkvæmdastjórar sex íslenskra mannúðarfélaga. „Líf íbúa Gaza eru jafn mikils virði og líf annarra íbúa þessa heims, það ætti ekki að þurfa að taka fram, en engu að síður horfir heimurinn dofinn upp á íbúa Gaza svipta allri mannlegri reisn.“

Mikilvægt að fá að vera til staðar fyrir fólk í afplánun
Innanlandsstarf 08. júlí 2025Pétur Kristófersson, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum, heimsækir fanga og spjallar við þá um það sem á þeim brennur. Tilgangurinn er að aðstoða þá við undirbúning fyrir lífið eftir afplánun.