Almennar fréttir

Sendifulltrúi til Nígeríu

21. febrúar 2019

Mun starfa í matsteymi Alþjóðasambandi Rauða krossins (IFRC) og stýra birgðastjórnun fyrir skrifstofu sambandsins í Abuja.

Sendifulltrúinn Baldur Steinn Helgason hélt í síðustu viku af stað í FACT mission til Nígeríu. Þar mun hann starfa í matsteymi Alþjóðasambandi Rauða krossins (IFRC) og stýra birgðastjórnun fyrir skrifstofu sambandsins í Abuja. Verkefnið tengist neyðarviðbrögðum vegna flóða sem urðu í mið- og suðurhluta Nígeríu á síðasta ári.

Baldur er þróunar- og skipulagsfræðingur og hefur verið á Veraldarvakt Rauða krossins í rúman áratug eða frá 2005 og hefur komið að fjölda verkefna á vegum Rauða krossins á þessum árum. Hann hefur víðtæka þjálfun og þekkingu á þessu sviði og hefur Rauði krossinn notið góðs af störfum hans m.a. í verkefnum í Indónesíu, Níger, Malí.