Almennar fréttir
Sérstakar þakkir til fyrirtækja sem styrktu neyðarsöfnun Rauða krossins
15. apríl 2022
Rauði krossinn á Íslandi þakkar fyrirtækjum og stofnunum sem tóku þátt í neyðarsöfnun félagsins vegna átakana í Úkraínu með rausnarlegu framlagi innilega fyrir stuðninginn!
Meira en 400.000 einstaklingar hafa fengið aðstoð frá Rauða krossinum í Úkraínu (URCS) og ICRC, með hjálpargögnum, heilbrigðisaðstoð, sálrænan stuðning, matvæli, vatni, hreinlætisvörum til fólks í neyðarskýlum og aðstoð við sjálfviljugan brottflutning frá átakasvæðum. Einnig nýtist það sem safnast hefur til að styðja flóttafólk, bæði sem að koma hingað til lands og þeir sem eru á flótta víða um Evrópu.
Marel: 37.000.000 kr.
Sjóvá 10.560.000 kr.
Arion banki hf. 10.400.000 kr.
Hagar hf. 5.400.000 kr.
Landsbankinn hf. 5.005.000 kr.
AKSO ehf. 3.000.000 kr.
Straumhvarf ehf. 3.000.000 kr.
Verkís hf. 3.000.000 kr.
Goodwater music slf. 2.000.000 kr.
Áhöfnin á Júlíusi Geirmundssyni 1.250.000 kr.
Stéttarfélag Vesturlands 1.000.000 kr.
Verkalýðsfélag Suðurlands 1.000.000 kr.
BYGGIÐN - Félag byggingarmanna 1.000.000 kr.
Kiwanisklúbburinn Hekla 1.000.000 kr.
Silfurberg ehf. 1.000.000 kr.
New Wave Iceland ehf. 970.000 kr.
Ölgerðin Egill Skallagríms hf. 604.000 kr.
Kiwanisklúbburinn Höfði 500.000 kr.
Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf. 500.000 kr.
Moshvoll ehf. 500.000 kr.
Skaftfell, sjálfseignarstofnun 500.000 kr.
Bestu þakkir til ykkar!
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Fjármögnun neyslurýma áskorun um alla Evrópu
Innanlandsstarf 25. júní 2025Þrátt fyrir að neyslurými fyrir vímuefni hafi fyllilega sannað gildi sitt gagnvart bæði einstaklingum og samfélögum glíma þau við sama vandamálið, hvort sem þau eru í Barcelona eða Borgartúni. Starfsfólk skaðaminnkunarverkefna Rauða krossins sótti upplýsandi ráðstefnu í Strassborg.

Nýtt forvarnarátak: Öryggi barna í sundi
Innanlandsstarf 23. júní 2025„Drukknun er algengari en flestir halda og stundum er því talað um hinn þögla faraldur,“ segir Hildur Vattnes Kristjánsdóttir, teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum. Félagið hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um öryggi barna í sundi í samvinnu við Reykjavíkurborg og Samtök forstöðumanna sundstaða á Íslandi.

Sigríður tekur við formennsku af Silju Báru
Almennar fréttir 19. júní 2025„Ég tek við starfi formanns með mikilli auðmýkt, tilhlökkun og virðingu fyrir öllum þeim sem starfa fyrir Rauða krossinn, bæði sjálfboðaliðum og starfsfólki,“ segir Sigríður Stefánsdóttir, nýr formaður Rauða krossins á Íslandi.