Almennar fréttir

Sjálfboðaliðar óskast í vinaverkefni

25. júní 2019

Félagsvinir eftir afplánun er nýtt verkefni ætlað fólki sem hefur nýlokið fangelsisvist. Sjálfboðaliðar verða félagsvinir einstaklings sem nýlokið hefur afplánun í fangelsi.

Félagsvinir eftir afplánun er nýtt verkefni ætlað einstaklingum sem nýlokið hafa fangelsisvist, þar sem sjálfboðaliðar Rauða krossins eru félagsvinir einstaklinganna. 

Félagsvinum er ætlað að aðstoða við ýmislegt er varðar daglegt líf.

Okkur vantar sjálfboðaliða í verkefnið svo ef þú hefur áhuga, endilega skráðu þig hér

Fyrir frekari upplýsingar hafðu samband í gegnum kopavogur@redcross.is / s. 570 4000