Almennar fréttir
Sjálfboðaliðaþing Rauða krossins 2019
10. maí 2019
Sjálfboðaliðaþing Rauða kross Íslands var haldið í annað sinn síðustu helgi og heppnaðist það virkilega vel að sögn skipuleggjenda.
Sjálfboðaliðaþing Rauða kross Íslands var haldið í annað sinn síðustu helgi og heppnaðist það virkilega vel að sögn skipuleggjenda. Sjálfboðaliðaþing Rauða krossins er haldið annað hvert ár og er tilgangur þess að efla starfið og miðla reynslu, sem er liður í samhæfingu sem leiðir til markvissara starfs.
Settar voru á fót málstofur sem meðal annars fóru fram í fjöldahjálpartjöldum sem sett voru upp á bílaplani Rauða krossins. Þar var rætt um verkefni sem sjálfboðaliðar Rauða krossins taka þátt í, sem flestar deildir eru með í gangi. Rædd voru mál sem brenna á hverju sinni, ásamt því að skipst var á reynslu deilda í verkefnum sjálfboðaliðanna, t.d. um hvað hefur reynst vel og hvað megi betur fara.
Í lokin voru svo haldnir Ólympískir leikar Rauða krossins þar sem keppt var í hinum ýmsu greinum sem snúa að starfi félagsins, sem enduðu með veglegri verðlaunaafhendingu.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gaza
Alþjóðastarf 14. mars 2025Tæplega tíu milljónir króna söfnuðust í neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi (RKÍ) fyrir íbúa Gaza. Söfnunin hófst í janúar og er nú lokið. „Enn og aftur sýna landsmenn að þeir eru til staðar fyrir fólk í mikilli neyð,“ segir Sólrún María Ólafsdóttir, teymisstjóri alþjóðaverkefna hjá Rauða krossinum.

Sunna Ósk ráðin upplýsingafulltrúi
Almennar fréttir 10. mars 2025Sunna Ósk Logadóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi. Hún hefur þegar tekið til starfa.

Aðalfundur Rauða krossins í Fjarðabyggð
Almennar fréttir 06. mars 2025Aðalfundur Rauða krossins í Fjarðabyggð verður haldinn fimmtudaginn 13. mars kl. 18:00 í Múlanum - samvinnuhúsi, Bakkavegi 5, 740 Neskaupsstað