Almennar fréttir
„Sjóðurinn góði“ í Árnessýslu
18. nóvember 2019
Tilkynning um umsóknir og úthlutanir
Umsóknir og úthlutanir úr Sjóðnum góða 2019
Tekið verður við umsóknum um styrki úr Sjóðnum góða í húsnæði Rauða krossins að Eyravegi 23, Selfossi.(ath. ný staðsetning)
Umsóknardagar eru:
- Miðvikudagur 27. nóvember kl. 10 til 12
- Fimmtudagur 28. nóvember 11 til 14
- Þriðjudagur 3. desember kl.16 til 18
Umsækjendur þurfa að hafa eftirfarandi gögn meðferðis:
- Allar tekjur okt. eða nóv. (launaseðlar, tekjur frá Tryggingastofnun, fæðingarorlof, atvinnuleysisbætur.)
- Öll útgjöld okt. eða nóv. (leiga, afborganir lána og húsnæðis, rafmagn/hiti ,úgjöld vegna barna tryggingar ofl.)
Úthlutunardagar eru:
- Fimmtudagur 19. desember kl. 11 til 14
- Föstudag 20. desember kl. 15 til 17
Vinsamlegast virðið þessar dagsetningar.
Sjóðurinn góði er samstarfsverkefni sóknarkirkja í Árnessýslu, Rauða krossins, félagsþjónustu Árborgar, félagsþjónustu Árnesþings og ýmissa félagasamtaka í Árnessýslu. Þetta samstarf hefur staðið síðan árið 2008 og hefur þann tilgang að veita aðstoð fyrir jólahátíðina til handa þeim sem ekki eiga fyrir nauðþurftum.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Stöðvum helvíti á jörðu
Alþjóðastarf 09. júlí 2025„Hörmungarnar á Gaza eru skuggi yfir mannkyni,“ skrifa framkvæmdastjórar sex íslenskra mannúðarfélaga. „Líf íbúa Gaza eru jafn mikils virði og líf annarra íbúa þessa heims, það ætti ekki að þurfa að taka fram, en engu að síður horfir heimurinn dofinn upp á íbúa Gaza svipta allri mannlegri reisn.“

Mikilvægt að fá að vera til staðar fyrir fólk í afplánun
Innanlandsstarf 08. júlí 2025Pétur Kristófersson, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum, heimsækir fanga og spjallar við þá um það sem á þeim brennur. Tilgangurinn er að aðstoða þá við undirbúning fyrir lífið eftir afplánun.

Börn með skotsár á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins
Alþjóðastarf 03. júlí 2025„Við höfum séð allt að 200 særða á einum degi; með skotsár, brunasár, sár eftir sprengjubrot og aðra áverka,“ segir hjúkrunarfræðingur sem starfar á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. „Við fáum til okkar börn með skotsár.“