Almennar fréttir
Sjóvá styrkir neyðarvarnir Rauða krossins um 15 milljónir króna
03. desember 2020
Stuðningur Sjóvá mun efla viðbúnað Rauða krossins við hvers kyns krísum og hamförum
Sjóvá hefur ákveðið að styrkja neyðarvarnir Rauða krossins um 15 milljónir.
Rauði krossinn býr yfir þéttu neti sjálfboðaliða víðs vegar um landið sem bregst við fjölda alvarlegra atburða, svo sem náttúruhamförum, samgönguslysum, húsbrunum og vinnuslysum. Sjálfboðaliðar og starfsfólk búa yfir mismunandi sérþekkingu, m.a. í stjórnun aðgerða, uppsetningu fjöldahjálparstöðva og í að veita sálrænan stuðning og skyndihjálp þegar mikið liggur við. Þörfin fyrir þessar neyðarvarnir Rauða krossins hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum, s.s. í tengslum við veðurofsa og náttúruhamfarir.
„Við erum afskaplega þakklát fyrir þetta rausnarlega framlag. Stuðningur Sjóvá mun efla viðbúnað við hvers kyns krísum og hamförum, en við leggjum sérstaka áherslu á viðbúnað í smærri byggðum víðs vegar um landið og að fólk sé búið undir hamfarir, geti brugðist við þeim og eflst í kjölfar þeirra“ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi.
Framlag Sjóvár verður nýtt til að þjálfa viðbragðshópa félagsins í sálrænum stuðningi og til kaupa á neyðarbúnaði, sem gerir sjálfboðaliðum félagsins um allt land kleift að aðstoða fólk án tafar í kjölfar alvarlegra atburða.
„Það er okkur mikil ánægja að geta stutt við þetta mikilvæga starf Rauða krossins með þessum hætti. Við vitum að sú aðstoð sem Rauði krossinn veitir á vettvangi skiptir gríðarlegu máli og þetta málefni rímar afar vel við hlutverk okkar hjá Sjóvá og áherslur í styrktarmálum og þau heimsmarkmið sem við höfum valið okkur að vinna að“ segir Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvá.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Börn með skotsár á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins
Alþjóðastarf 03. júlí 2025„Við höfum séð allt að 200 særða á einum degi; með skotsár, brunasár, sár eftir sprengjubrot og aðra áverka,“ segir hjúkrunarfræðingur sem starfar á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. „Við fáum til okkar börn með skotsár.“

„Ein besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu“
Innanlandsstarf 02. júlí 2025Að vera sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum hefur þroskað Ingibjörgu Ástu Bjarnadóttur bæði persónulega og í starfi. „Hjá Rauða krossinum hef ég fengið tækifæri og traust til þess að koma mínum eigin hugmyndum á framfæri, og stuðning til þess að láta þær verða að veruleika.“

Fjármögnun neyslurýma áskorun um alla Evrópu
Innanlandsstarf 25. júní 2025Þrátt fyrir að neyslurými fyrir vímuefni hafi fyllilega sannað gildi sitt gagnvart bæði einstaklingum og samfélögum glíma þau við sama vandamálið, hvort sem þau eru í Barcelona eða Borgartúni. Starfsfólk skaðaminnkunarverkefna Rauða krossins sótti upplýsandi ráðstefnu í Strassborg.