Almennar fréttir
Skagafjarðardeild gaf milljón í neyðarsöfnun
17. febrúar 2023
Deildin studdi neyðarsöfnun Rauða krossins vegna jarðskjálftanna í Tyrklandi og Sýrlandi.

Skagafjarðardeild Rauða krossins gaf milljón krónur í neyðarsöfnun Rauða krossins vegna jarðskjálftanna í Tyrklandi og Sýrlandi.
Sólborg Una Pálsdóttir, formaður deildarinnar, segir að þetta hafi verið mögulegt vegna þess að markaður deildarinnar hafi gengið svo vel.
„Heimamenn eru duglegir að láta okkur hafa ýmislegt til að selja á markaðnum og svo erum við líka með prjónakonur sem framleiða vörur sem við seljum á markaðnum,“ segir hún. „Þetta hefur gengið svona glimrandi vel og það er þess vegna sem við getum sett milljón í þessa söfnun.“
Hún segir að það hafi staðið til að gefa peningana í söfnun og þegar hamfarirnar urðu í Tyrklandi og Sýrlandi hafi það legið beint við að styrkja neyðarsöfnunina sem Rauða krossinn á Íslandi setti í gang.
Við þökkum Skagafjarðardeild kærlega fyrir rausnarlegt framlag hennar til mannúðarmála!
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sigríður tekur við formennsku af Silju Báru
Almennar fréttir 19. júní 2025„Ég tek við starfi formanns með mikilli auðmýkt, tilhlökkun og virðingu fyrir öllum þeim sem starfa fyrir Rauða krossinn, bæði sjálfboðaliðum og starfsfólki,“ segir Sigríður Stefánsdóttir, nýr formaður Rauða krossins á Íslandi.

Sendifulltrúanámskeið Rauða krossins 2025
Alþjóðastarf 12. júní 2025Rauði krossinn á Íslandi auglýsir eftir umsóknum á sendifulltrúanámskeið félagsins.

Mannúð á hjólum og í húsi við hafið
Innanlandsstarf 11. júní 2025Starfsfólk og sjálfboðaliðar Rauða krossins sem koma að skaðaminnkunarverkefnum félagsins mæta þeim sem nýta sér þjónustuna af fordómaleysi, manngæsku og virðingu. Þannig hefur tekist að skapa mikilvægt traust sem eykur lífsgæði fólks sem oft hefur verið jaðarsett í samfélaginu.