Almennar fréttir
Skyndihjálparleiðbeinandi sómalska Rauða hálfmánans lést við störf
14. febrúar 2023
Sjálfboðaliðinn var við störf á Lasanod-svæðinu og varð fyrir skoti þegar vopnuð átök blossuðu upp.
Á laugardag, 11. febrúar, lést sómalskur skyndihjálparleiðbeinandi á vegum sómalska Rauða hálfmánans við sjálfboðastörf eftir að hafa orðið fyrir skoti. Vegna langvinnra þurrka er ástandið í austurhluta Afríku óstöðugt og vopnuð átök hafa átt sér stað á Lasanod-svæðinu í Sómalíu, þar sem sjálfboðaliðinn var að aðstoða fólk.
Framkvæmdastjóri sómalska Rauða hálfmánans, Ahmed Abdi Bakal, sem hefur meðal annars unnið náið með starfsfólki Rauða krossins á Íslandi vegna verkefna félagsins í Sómalíu, sagði í yfirlýsingu vegna málsins:
„Við erum harmi slegin og orð koma að engu gagni við að tjá sorg okkar á þessari stundu. Ég sendi dýpstu og innilegustu samúðarkveðjur til allra í sómalskra Rauða hálfmánanum, sérstaklega þeirra sem sinna heilbrigðismálum, sjálfboðaliða í Lasanod-deildinni og fjölskyldu eins duglegasta sjálfboðaliðans okkar, Abdisalam Musa Saed. Megi Allah veita honum frið í paradís.“
Starfsfólk sómalska Rauða hálfmánans er að mæta mjög erfiðri mannúðarkrísu þar í landi vegna langvinnra þurrka sem hafa skapað alvarlegt fæðuóöryggi og það hefur leitt til ýmissa alvarlegra félagslegra vandamála og grafið undan öryggi.
Rauði krossinn á Íslandi hélt nýverið neyðarsöfnun vegna þessarar stöðu sem varð til þess að hægt var að senda 28 milljónir króna til Sómalíu og félagið hefur beitt sér í ýmsum verkefnum til að koma til móts við erfiðleikana þar í landi. Rauði krossinn á Íslandi sendir kollegum sínum í Sómalíu innilegar samúðarkveðjur.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitFrábær fyrsti mánuður í neyslurými Rauða krossins
Innanlandsstarf 13. september 2024Ylja – Neyslurými Rauða krossins hefur nú verið starfrækt í Borgartúni einn mánuð. Verkefnið hefur farið mjög vel af stað þennan fyrsta mánuð, ekkert óvænt hefur komið upp á og skjólstæðingar sem nýta þjónustuna lýsa mikilli ánægju með hana.
Vel heppnað málþing um málefni barna á flótta
Innanlandsstarf 03. september 2024Nýverið fór fram vel heppnað málþing um áskoranir barna á flótta í íslensku skólakerfi, en nýtt fræðsluefni um málaflokkinn var að koma út. Á þinginu kom fram hve mikilvægt er að börnin fái góðar móttökur og að þó að mikill árangur hafi náðst á þessu sviði sé enn mikið verk fyrir höndum.
Söfnuðu fyrir börn í Úkraínu og Palestínu
Almennar fréttir 26. ágúst 2024Vinirnir Elías Andri Grétarsson, Dagur Rafn Atlason og Björgvin Atli Jóhannesson afhentu okkur afrakstur af söfnun sinni, sem verður nýtt til að hjálpa börnum í Úkraínu og Palestínu.