Almennar fréttir

Söfnuðu 50 þúsund fyrir Rauða krossinn

17. mars 2023

Tvær stelpur söfnuðu fé fyrir Rauða krossinn með kaffi- og kleinusölu í Langholtsskóla.

Vinkonurnar Auður Erna Ragnarsdóttir og Sigríður Dúa Brynjarsdóttir, sem eru 13 ára, söfnuðu fyrir Rauða krossinn með kaffi- og kleinusölu á foreldraviðtalsdegi í Langholtsskóla í Reykjavík í febrúar. Þær afhentu okkur afraksturinn svo fyrr í vikunni.

Stelpurnar náðu að safna heilum 50 þúsund krónum og við þökkum þeim kærlega fyrir dugnaðinn, stuðninginn og framlag þeirra til mannúðarmála!