Almennar fréttir
Söfnuðu 50 þúsund fyrir Rauða krossinn
17. mars 2023
Tvær stelpur söfnuðu fé fyrir Rauða krossinn með kaffi- og kleinusölu í Langholtsskóla.

Vinkonurnar Auður Erna Ragnarsdóttir og Sigríður Dúa Brynjarsdóttir, sem eru 13 ára, söfnuðu fyrir Rauða krossinn með kaffi- og kleinusölu á foreldraviðtalsdegi í Langholtsskóla í Reykjavík í febrúar. Þær afhentu okkur afraksturinn svo fyrr í vikunni.
Stelpurnar náðu að safna heilum 50 þúsund krónum og við þökkum þeim kærlega fyrir dugnaðinn, stuðninginn og framlag þeirra til mannúðarmála!
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
20 milljónir til Malaví vegna fellibylsins Freddy
Alþjóðastarf 24. mars 2023Rauði krossinn á Íslandi er að senda 20 milljón króna fjárstuðning til Malaví til að styðja við neyðarviðbragðið eftir að fellibylurinn Freddy olli gríðarlegu tjóni í suðurhluta landsins fyrr í mánuðinum.

Aðalfundur Hafnarfjarðar-, Garðabæjar- og Kópavogsdeildar
Almennar fréttir 24. mars 2023Aðalfundur Hafnarfjarðar-, Garðabæjar- og Kópavogsdeildar var haldinn 9. mars og gekk afar vel. Ný stjórn deildarinnar þakkar fráfarandi stjórn kærlega fyrir sitt framlag til félagsins og hlakkar til að takast á við þau verkefni sem fyrir liggja.

Framúrskarandi sjálfboðaliðar
Almennar fréttir 15. mars 2023Sjálfboðaliðarnir Monika Emilsdóttir og Ragnar Kjartansson fengu viðurkenninguna Framúrskarandi sjálfboðaliðar á nýliðnum aðalfundi Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu þann 9. mars.