Almennar fréttir

Söfnuðu dósum á Akureyri til styrktar Rauða krossinum

12. ágúst 2022

Þessar framtakssömu ungu stúlkur söfnuðu dósum á Akureyri fyrir skömmu og afhentu Rauða krossinum við Eyjafjörð afraksturinn, sem var 15.000 krónur.

Ingunn Eva Halldórsdóttir og Yrsa Sif Hinriksdóttir söfnuðu dósum fyrir Rauða krossinn.

Stelpurnar heita Ingunn Eva Halldórsdóttir og Yrsa Sif Hinriksdóttir.

Við þökkum þeim kærlega fyrir framlag sitt í þágu mannúðar!