Almennar fréttir

Söfnuðu dósum fyrir Rauða krossinn

28. desember 2023

Fjórir vinir af Seltjarnarnesi söfnuðu dósum til að styrkja Rauða krossinn.

Vinirnir Ari Tómas Tryggvason, Höskuldur Hrafn Ólafsson, Jóhann Páll Arnarson og Víðir Leó Ragnarsson söfnuðu dósum á Seltjarnarnesi fyrir jólin og komu með afraksturinn til okkar á aðalskrifstofu Rauða krossins.

Alls náðu þeir að safna 20 þúsund krónum og við þökkum þeim kærlega fyrir framlag þeirra til mannúðar!