Almennar fréttir
Söfnuðu dósum til styrktar neyðarsöfnunar Rauða krossins
01. desember 2023
Þeir Darri Þór Gústafsson, Garðar Freyr Gunnlaugsson og Kristinn Þór Sigurðsson, gengu í hús og söfnuðu dósum til styrktar neyðarsöfnunar Rauða krossins vegna jarðhræringa í Grindavík.

Þeir söfnuðu samtals 46.000 kr. Kids Coolshop ætlar að styrkja þá í söfnuninni og endar því upphæðin í 100.000 kr.
Við þökkum þessum duglegu strákum kærlega fyrir sitt framlag í þágu mannúðar!
Hægt er að styðja við neyðarsöfnun Rauða krossins hér.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Vanlíðan spyr ekki hvað klukkan sé
Innanlandsstarf 25. mars 2025„Samtölin eru að þyngjast og fleiri þeirra taka lengri tíma en áður,“ segir Sandra Björk Birgisdóttir, verkefnastjóri Hjálparsímans 1717 sem Rauði krossinn rekur. Brýnt er að renna fleiri stoðum undir reksturinn svo halda megi þeirri lífsbjargandi þjónustu sem þar er veitt áfram allan sólarhringinn.

Skrifstofa Alþjóðaráðsins í Rafah skemmd
Alþjóðastarf 24. mars 2025„Átök á ný og ofbeldi fylla alla vonleysi,“ segir í nýrri yfirlýsingu Alþjóðaráðs Rauða krossins. Samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum skal hjálparstarfsfólk, heilbrigðisstarfsfólk og heilbrigðisstofnanir njóta sérstakrar verndar.

Nýir og rúmbetri sjúkrabílar á leiðinni
Almennar fréttir 24. mars 2025Rauðinn krossinn mun á næstu mánuðum taka við 25 nýjum sjúkrabílum. Um tvær týpur af bílum verður að ræða.