Almennar fréttir

Söfnuðu dósum til styrktar neyðarsöfnunar Rauða krossins

01. desember 2023

Þeir Darri Þór Gústafsson, Garðar Freyr Gunnlaugsson og Kristinn Þór Sigurðsson, gengu í hús og söfnuðu dósum til styrktar neyðarsöfnunar Rauða krossins vegna jarðhræringa í Grindavík.

Þeir söfnuðu samtals 46.000 kr. Kids Coolshop ætlar að styrkja þá í söfnuninni og endar því upphæðin í 100.000 kr.

Við þökkum þessum duglegu strákum kærlega fyrir sitt framlag í þágu mannúðar!

Hægt er að styðja við neyðarsöfnun Rauða krossins hér.