Almennar fréttir

Söfnuðu flöskum til styrktar Rauða krossinum

22. mars 2022

Þær Alexandra Ósk Almarsdóttir, Ásdís Valdimatsdóttir, Sara Björk Stefánsdóttir og Victoria Fannberg Þorsteinsdóttir gengu í hús í Smárahverfi og söfnuðu flöskum á starfsdegi í skólanum. 

Þessar duglegu stelpur söfnuðu 13.000 krónum til styrktar þolendum átakanna í Úkraínu.

Við þökkum þeim kærlega fyrir!