Almennar fréttir
Söfnuðu fyrir börn í Úkraínu og Palestínu
26. ágúst 2024
Vinirnir Elías Andri Grétarsson, Dagur Rafn Atlason og Björgvin Atli Jóhannesson afhentu okkur afrakstur af söfnun sinni, sem verður nýtt til að hjálpa börnum í Úkraínu og Palestínu.
Vinirnir Elías Andri Grétarsson, Dagur Rafn Atlason og Björgvin Atli Jóhannesson komu í heimsókn til okkar í síðustu viku og afhentu afraksturinn af söfnun sem þeir höfðu staðið fyrir.
Strákarnir söfnuðu alls 39.900 krónum með því að halda tombólu, safna dósum og moka snjó í Laugardalnum í Reykjavík. Með gjöf sinni vildu þeir styðja börn í Úkraínu og í Palestínu.
Við þökkum þeim kærlega fyrir framlag sitt í þágu mannúðar!
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitFrábær fyrsti mánuður í neyslurými Rauða krossins
Innanlandsstarf 13. september 2024Ylja – Neyslurými Rauða krossins hefur nú verið starfrækt í Borgartúni einn mánuð. Verkefnið hefur farið mjög vel af stað þennan fyrsta mánuð, ekkert óvænt hefur komið upp á og skjólstæðingar sem nýta þjónustuna lýsa mikilli ánægju með hana.
Vel heppnað málþing um málefni barna á flótta
Innanlandsstarf 03. september 2024Nýverið fór fram vel heppnað málþing um áskoranir barna á flótta í íslensku skólakerfi, en nýtt fræðsluefni um málaflokkinn var að koma út. Á þinginu kom fram hve mikilvægt er að börnin fái góðar móttökur og að þó að mikill árangur hafi náðst á þessu sviði sé enn mikið verk fyrir höndum.
Allir sammála um þörfina fyrir skaðaminnkun
Innanlandsstarf 16. ágúst 2024Neyslurýmið Ylja hefur loks opnað að nýju eftir rúmlega árslangt hlé. Þörfin fyrir rýmið hefur komið glögglega í ljós og vonir standa til að hægt verði að efla þjónustuna enn frekar með auknu fjármagni.