Almennar fréttir

Söfnuðu fyrir Rauða krossinn

30. júní 2023

4 vinkonur héldu tombólu, söfnuðu flöskum og seldu popp til styrktar Rauða krossinum.

Þær  Emma Sól Björnsdóttir, Sara Líf Björnsdóttir, Bryndís Ósk Kjartansdóttir og Ása Valdís Heiðarsdóttir söfnuðu pening til styrktar Rauða krossinum á dögunum.

Þær héldu tombólu, gengu í hús og söfnuðu flöskum og seldu popp í nágrenni Háteigsskóla.

Vinkonurnar söfnuðu 22.325 kr. og afhentu Rauða krossinum styrkinn. Við þökkum þessum duglegu stúlkum kærlega fyrir sitt framlag í þágu mannúðar!