Almennar fréttir
Söfnuðu fyrir Rauða krossinn
30. júní 2023
4 vinkonur héldu tombólu, söfnuðu flöskum og seldu popp til styrktar Rauða krossinum.

Þær Emma Sól Björnsdóttir, Sara Líf Björnsdóttir, Bryndís Ósk Kjartansdóttir og Ása Valdís Heiðarsdóttir söfnuðu pening til styrktar Rauða krossinum á dögunum.
Þær héldu tombólu, gengu í hús og söfnuðu flöskum og seldu popp í nágrenni Háteigsskóla.
Vinkonurnar söfnuðu 22.325 kr. og afhentu Rauða krossinum styrkinn. Við þökkum þessum duglegu stúlkum kærlega fyrir sitt framlag í þágu mannúðar!
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sendifulltrúanámskeið Rauða krossins 2025
Alþjóðastarf 12. júní 2025Rauði krossinn á Íslandi auglýsir eftir umsóknum á sendifulltrúanámskeið félagsins.

Mannúð á hjólum og í húsi við hafið
Innanlandsstarf 11. júní 2025Starfsfólk og sjálfboðaliðar Rauða krossins sem koma að skaðaminnkunarverkefnum félagsins mæta þeim sem nýta sér þjónustuna af fordómaleysi, manngæsku og virðingu. Þannig hefur tekist að skapa mikilvægt traust sem eykur lífsgæði fólks sem oft hefur verið jaðarsett í samfélaginu.

Algjörlega yfirþyrmandi aðstæður
Alþjóðastarf 06. júní 2025Þegar Hólmfríður Garðarsdóttir ljósmóðir starfaði á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins á Gaza var ástandið oft erfitt. Tugir særðra gátu komið samtímis sem var krefjandi fyrir alla og hratt gekk á birgðir. Nú hefur sá fjöldi margfaldast. Hátt í 200 hafa komið samtímis. „Þetta hlýtur að hafa verið algjörlega yfirþyrmandi fyrir starfsfólkið sem er að vinna þarna.“