Almennar fréttir
Söfnuðu fyrir Rauða krossinn
20. september 2023
Þessar stelpur söfnuðu fyrir Rauða krossinn með ýmsum aðferðum.

Vinkonurnar Lóa Kamilla Kjartansdóttir og Lilja Björnsdóttir söfnuðu fyrir Rauða krossinn með því að safna dósum, halda tombólu og selja límonaði í Hlíðunum.
Þær komu með afraksturinn, sem var 12.368 krónur, til okkar á skrifstofuna. Við þökkum þeim kærlega fyrir þennan dugnað og framlag þeirra til mannúðar!
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gaza
Alþjóðastarf 14. mars 2025Tæplega tíu milljónir króna söfnuðust í neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi (RKÍ) fyrir íbúa Gaza. Söfnunin hófst í janúar og er nú lokið. „Enn og aftur sýna landsmenn að þeir eru til staðar fyrir fólk í mikilli neyð,“ segir Sólrún María Ólafsdóttir, teymisstjóri alþjóðaverkefna hjá Rauða krossinum.

Sunna Ósk ráðin upplýsingafulltrúi
Almennar fréttir 10. mars 2025Sunna Ósk Logadóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi. Hún hefur þegar tekið til starfa.

Aðalfundur Rauða krossins í Fjarðabyggð
Almennar fréttir 06. mars 2025Aðalfundur Rauða krossins í Fjarðabyggð verður haldinn fimmtudaginn 13. mars kl. 18:00 í Múlanum - samvinnuhúsi, Bakkavegi 5, 740 Neskaupsstað