Almennar fréttir

Söfnuðu fyrir Rauða krossinn

20. september 2023

Þessar stelpur söfnuðu fyrir Rauða krossinn með ýmsum aðferðum.

Vinkonurnar Lóa Kamilla Kjartansdóttir og Lilja Björnsdóttir söfnuðu fyrir Rauða krossinn með því að safna dósum, halda tombólu og selja límonaði í Hlíðunum.

Þær komu með afraksturinn, sem var 12.368 krónur, til okkar á skrifstofuna. Við þökkum þeim kærlega fyrir þennan dugnað og framlag þeirra til mannúðar!