Almennar fréttir

Söfnuðu fyrir Rauða krossinn á bæjarhátíð Mosfellsbæjar

31. ágúst 2022

Þessar vinkonur söfnuðu 35 þúsund krónum til styrktar Rauða krossinum á bæjarhátíð Mosfellsbæjar.

Þær Halla, sjálfboðaliði sem sér um prjónahópinn í Mosfellsbæ, og Helga, vinkona hennar, voru með kaffisölu á bæjarhátíð Mosfellsbæjar um síðustu helgi. Þær seldu kaffi fyrir rúmlega 35 þúsund krónur sem þær gáfu til styrktar Rauða krossinum.

 

Við þökkum þeim kærlega fyrir sitt framlag í þágu mannúðar!