Almennar fréttir

Söfnuðu pening og böngsum

02. júní 2022

Fimmti bekkur í Helgafellsskóla kom færandi hendi í afgreiðslu Rauða krossins í Efstaleiti 9.

Bekkurinn færði Rauða krossinum 31.000 krónur og bangsa sem þau söfnuðu fyrir börn sem ekki eiga bangsa eða höfðu ekki tök á að taka með sér bangsa hingað til lands.

Við kunnum þeim bestu þakkir fyrir flott framlag til mannúðarmála.