Almennar fréttir

Starfsmenn Marel söfnuðu 37.7 milljónum fyrir Rauða krossinn með átakinu “Move the Globe”

17. nóvember 2021

Í byrjun september sl. hófst átakið “Move the Globe” hjá 6.800 starfsmönnum Marel í 30 löndum. Markmiðið var að safna áheitum fyrir alþjóðaverkefni Rauða krossins með hreyfingu og líkamsrækt. Alls safnaðist 250.000 evrur, eða 37.7 milljónir íslenskra króna.

Þann 4. nóvember sl. heimsótti sendiherra Brasilíu gagnvart Íslandi, Enio Cordeiro, höfuðstöðvar Marel á Íslandi og við það tækifæri tók Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi formlega á móti söfnunarágóðanum fyrir hönd alþjóða Rauða krossins.

Í byrjun september sl. hófst átakið “Move the Globe” hjá 6.800 starfsmönnum Marel í 30 löndum. Markmiðið var að safna áheitum fyrir alþjóðaverkefni Rauða krossins með hreyfingu og líkamsrækt þar sem hvert sem hvert göngu- og/eða hlaupaskref, sundtak, hjóla eða rúlluskautaferð taldist með í sérstöku “ferðalagi” hringinn í kringum hnöttinn. Hver hringur er samtals 40.075 km. Fyrir hvern hring sem starfsmenn kláruðu með hreyfingu gaf Marel 50.000 evrur, eða rúmlega 7.5 milljónir íslenskra króna, til verkefna Rauða krossins.

Starfsmenn hreyfðu sig í samtals fimm hringi í kringum hnöttinn og safnaðist því 250.000 evrur, eða 37.7 milljónir íslenskra króna.

Söfnunarátakið Move the Globe sameinaði þannig starfsmenn Marel í einu sameiginlegu markmiði sem stuðlar að vellíðan, virkni og hreyfingar en á sama tíma stuðlaði átakið að velferð annarra, þar sem allt fé sem Marel gefur, renna til verkefna Rauða krossins fyrir íbúa og fólk á flótta í norðurhluta Brasilíu, til að tryggja aðgang að hreinu drykkjarvatni sem og hreinlætisaðstöðu fyrir allt að sjö þúsund einstaklinga sem flúið hafa átök og óstöðugleika í Venesúela til norðurhluta Brasilíu.

\"Marel-move-the-globe\"Þann 4. nóvember sl. heimsótti sendiherra Brasilíu gagnvart Íslandi, Enio Cordeiro, höfuðstöðvar Marel á Íslandi og við það tækifæri tók Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi formlega á móti söfnunarágóðanum fyrir hönd alþjóða Rauða krossins.

Ánægjulegt er að segja frá því að þetta er ekki í fyrsta skipti sem Marel gefur fjármuni til verkefna Rauða krossins. Í nóvember á síðasta ári tryggði Marel mataröryggi í Suður Súdan með rausnarlegu fjárframlagi að fjárhæð 1 milljón evra, eða rúmlega 150 milljónir íslenskra króna. Slíkur fjárstuðningur fyrirtækis við Rauða krossinn er hár í alþjóðlegum samanburði. Þá hefur Marel styrkt vatnsverkefni Rauða krossins í Malaví um 600 þúsund evrur, eða rúmlega 90 milljónir íslenskra króna og enn bætist í stuðning Marel við verkefni Rauða krossins.

Rauði krossinn vill nota tækifærið og þakka öllum starfsmönnum fyrir þetta frábæra frumkvæði Marel í átakinu “Move the Globe”. 

Forsíðumyndin er af Kristínu S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi og Lindu Jónsdóttir fjármálastjóra Marel. Myndin í megintexta talið frá vinstri: Kristín S.Hjálmtýsdóttir framkvæmdarstjóri Rauða krossins á Íslandi, Enio Cordeiro, sendiherra Brasilíu gagnvart Íslandi, Kristján Davíðsson, ræðismaður Brasilíu á Íslandi og Linda Jónsdóttir fjármálastjóri Marel.

Fréttir af starfinu

Fréttayfirlit

Mannúð í heila öld - Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli

Almennar fréttir 10. desember 2024

Í dag, 10. desember, fagnar Rauði krossinn á Íslandi 100 ára afmæli sínu. Árið 1924 var félagið stofnað vegna aukinnar vitundar um þörfina fyrir mannúðarstarfsemi á Íslandi en skortur var á kerfisbundinni neyðaraðstoð og félagslegum stuðningi fyrir þá sem lentu í áföllum. Í dag er Rauði krossinn orðinn að ómissandi hluta af samfélaginu, með sjálfboðaliðum og starfsmönnum um allt land. 

Rauði krossinn 100 ára - söfnun í samstarfi við Finnsson & Co

Almennar fréttir 03. desember 2024

Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli sínu þann 10. desember 2024. Af því tilefni höfum við sett af stað landssöfnun þar sem við óskum eftir stuðningi fyrirtækja og félagasamtaka um land allt við innlend verkefni RKÍ. Við njótum liðsinnis fyrirtækisins Finnsson & Co við söfnunina, en það hefur áður sinnt sambærilegum útgáfu- og fjáröflunarverkefnum.

Kristín S. Hjálmtýsdóttir lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi

Almennar fréttir 02. desember 2024

Stjórn Rauða krossins á Íslandi og Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins síðastliðin 9 ár, hafa gert samkomulag um starfslok hennar. Viðræður um starfslokin áttu sér stað að frumkvæði Kristínar, sem hefur nú þegar látið af störfum. Arna Harðardóttir sem gengt hefur starfi fjármálastjóra mun taka við verkefnum framkvæmdastjóra samhliða sínum störfum þar til nýr framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn. Staðan verður auglýst innan skamms.