Almennar fréttir
Stjórnarfundur hjá Alþjóðasambandi Rauða krossins
17. maí 2023
Stjórnarfundur Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans var haldinn í seinustu viku. Þar áttum við Íslendingar okkar fulltrúa, en Ragna Árnadóttir er hluti af stjórninni og verður það til ársins 2026.
Stjórnarfundur Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC) fór fram í höfuðstöðvum sambandsins í Genf dagana 8.-11. maí síðastliðinn. Stjórnarfundir eru að jafnaði haldnir tvisvar sinnum á ári og þessi var sá 47. frá stofnun Alþjóðasambandsins.
Rauði krossinn á Íslandi hlaut kjör í stjórn sambandsins á aðalfundi þess hinn 19. júní 2022 og var fulltrúi okkar, Ragna Árnadóttir, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum um árabil og fyrrverandi varaformaður félagsins, viðstödd fundinn. Hún situr í stjórninni sem almennur stjórnarmaður og sjálfboðaliði til ársins 2026, en hefur jafnframt verið skipuð í sérstakan starfshóp innan stjórnarinnar um góða stjórnarhætti.
Á fundinum ræddi stjórnin meðal annars um verkefni og starf félagsins síðan á síðasta fundi í október síðastliðnum, þar á meðal starf hreyfingarinnar vegna átakanna í Úkraínu, jarðskjálftanna í Tyrklandi og Sýrlandi og átakanna í Súdan. Þá fjallaði stjórnin um áherslur félagsins hvað varðar samvinnu á alþjóðavettvangi í þágu mannúðar sem og heilbrigði í víðum skilningi í kjölfar heimsfaraldurs.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit100 ára afmælishátíð Rauða krossins í Hörpu
Almennar fréttir 20. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi náði þeim áfanga á dögunum að ná 100 ára aldri. Tímamótunum hefur verið fagnað með ýmsum hætti, svo sem greinaskrifum, viðtölum, útgáfu viðamikils rits um sögu félagsins og nú síðast hátíðarfundar í Hörpu þann 10. desember síðastliðinn.
Mannúð í heila öld - Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli
Almennar fréttir 10. desember 2024Í dag, 10. desember, fagnar Rauði krossinn á Íslandi 100 ára afmæli sínu. Árið 1924 var félagið stofnað vegna aukinnar vitundar um þörfina fyrir mannúðarstarfsemi á Íslandi en skortur var á kerfisbundinni neyðaraðstoð og félagslegum stuðningi fyrir þá sem lentu í áföllum. Í dag er Rauði krossinn orðinn að ómissandi hluta af samfélaginu, með sjálfboðaliðum og starfsmönnum um allt land.
Rauði krossinn 100 ára - söfnun í samstarfi við Finnsson & Co
Almennar fréttir 03. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli sínu þann 10. desember 2024. Af því tilefni höfum við sett af stað landssöfnun þar sem við óskum eftir stuðningi fyrirtækja og félagasamtaka um land allt við innlend verkefni RKÍ. Við njótum liðsinnis fyrirtækisins Finnsson & Co við söfnunina, en það hefur áður sinnt sambærilegum útgáfu- og fjáröflunarverkefnum.