Almennar fréttir
Stóðu fyrir tombólu til styrktar Rauða krossinum
11. desember 2023
Vinkonurnar Karen Helga Jóhannsdóttir, Arnheiður Lilja Marinósdóttir og Edda Hólmarsdóttir stóðu fyrir tombólu til styrktar Rauða krossinum.

Vinkonurnar Karen Helga, Arnheiður Lilja og Edda stóðu fyrir tombólu til styrktar Rauða krossinum. Þetta er fyrsta tombóla þeirra vinkvennanna en þær höfðu heyrt af slíku framtaki frá öðrum vinkonum sínum. Þær fengu aðstoð foreldra við að undirbúa tombóluna, enda margt að læra þegar svona viðburður er haldinn í fyrsta sinn en þær sögðu verkefnastjóra Rauða krossins sem tók við framlaginu að þær væru spenntar fyrir að endurtaka leikinn.
Alls söfnuðu þær 7.386 krónum sem renna til mannúðarstarfs Rauða krossins. Við þökkum þeim kærlega fyrir framlag sitt í þágu mannúðar!
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gaza
Alþjóðastarf 14. mars 2025Tæplega tíu milljónir króna söfnuðust í neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi (RKÍ) fyrir íbúa Gaza. Söfnunin hófst í janúar og er nú lokið. „Enn og aftur sýna landsmenn að þeir eru til staðar fyrir fólk í mikilli neyð,“ segir Sólrún María Ólafsdóttir, teymisstjóri alþjóðaverkefna hjá Rauða krossinum.

Sunna Ósk ráðin upplýsingafulltrúi
Almennar fréttir 10. mars 2025Sunna Ósk Logadóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi. Hún hefur þegar tekið til starfa.

Aðalfundur Rauða krossins í Fjarðabyggð
Almennar fréttir 06. mars 2025Aðalfundur Rauða krossins í Fjarðabyggð verður haldinn fimmtudaginn 13. mars kl. 18:00 í Múlanum - samvinnuhúsi, Bakkavegi 5, 740 Neskaupsstað