Almennar fréttir
Styrkur frá 10. bekk Tjarnarskóla
17. maí 2021
Á dögunum barst Rauða krossinum myndarlegur stuðningur frá nemendum í 10. bekk Tjarnarskóla sem nýlega hafi lent í þriðja sæti í Fjármálaleikunum 2021 og hlotið 100.000 krónur í verðlaun. Bekkurinn tók þá ákvörðun að gefa 75.000 krónur af verðlaunafénu til starfs Rauða krossins með flóttafólki.
Á dögunum barst Rauða krossinum myndarlegur stuðningur frá nemendum í 10. bekk Tjarnarskóla sem nýlega hafi lent í þriðja sæti í Fjármálaleikunum 2021 og hlotið 100.000 krónur í verðlaun. Bekkurinn tók þá ákvörðun að gefa 75.000 krónur af verðlaunafénu til starfs með flóttafólki, sem Rauði krossinn á höfuðborgarsvæðinu stendur fyrir.
Það var Marín Þórsdóttir, forstöðumaður Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu, sem veitti styrknum viðtöku á tjarnarbakkanum:
Um leið og við óskum 10. bekkingum í Tjarnarskóla til hamingju með góðan árangur í Fjármálaleikunum þökkum við þeim kærlega fyrir þann hlýhug og stuðning sem þau sína Rauða krossinum og okkar mikilvægu verkefnum.
Stuðningur sem þessi er ómetanlegur fyrir starfið okkar enda eru það stórar jafnt sem smáar upphæðir sem gera okkur kleift að halda úti verkefnum fyrir hópa sem ekki hafa greiðan aðgang að íslensku samfélagi. Þannig byggjum við mikilvægar brýr á milli menningarheima og gerum heiminn betri fyrir okkur öll.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Stöðvum helvíti á jörðu
Alþjóðastarf 09. júlí 2025„Hörmungarnar á Gaza eru skuggi yfir mannkyni,“ skrifa framkvæmdastjórar sex íslenskra mannúðarfélaga. „Líf íbúa Gaza eru jafn mikils virði og líf annarra íbúa þessa heims, það ætti ekki að þurfa að taka fram, en engu að síður horfir heimurinn dofinn upp á íbúa Gaza svipta allri mannlegri reisn.“

Mikilvægt að fá að vera til staðar fyrir fólk í afplánun
Innanlandsstarf 08. júlí 2025Pétur Kristófersson, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum, heimsækir fanga og spjallar við þá um það sem á þeim brennur. Tilgangurinn er að aðstoða þá við undirbúning fyrir lífið eftir afplánun.

Börn með skotsár á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins
Alþjóðastarf 03. júlí 2025„Við höfum séð allt að 200 særða á einum degi; með skotsár, brunasár, sár eftir sprengjubrot og aðra áverka,“ segir hjúkrunarfræðingur sem starfar á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. „Við fáum til okkar börn með skotsár.“