Almennar fréttir
Styrkur frá 10. bekk Tjarnarskóla
17. maí 2021
Á dögunum barst Rauða krossinum myndarlegur stuðningur frá nemendum í 10. bekk Tjarnarskóla sem nýlega hafi lent í þriðja sæti í Fjármálaleikunum 2021 og hlotið 100.000 krónur í verðlaun. Bekkurinn tók þá ákvörðun að gefa 75.000 krónur af verðlaunafénu til starfs Rauða krossins með flóttafólki.
Á dögunum barst Rauða krossinum myndarlegur stuðningur frá nemendum í 10. bekk Tjarnarskóla sem nýlega hafi lent í þriðja sæti í Fjármálaleikunum 2021 og hlotið 100.000 krónur í verðlaun. Bekkurinn tók þá ákvörðun að gefa 75.000 krónur af verðlaunafénu til starfs með flóttafólki, sem Rauði krossinn á höfuðborgarsvæðinu stendur fyrir.
Það var Marín Þórsdóttir, forstöðumaður Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu, sem veitti styrknum viðtöku á tjarnarbakkanum:
Um leið og við óskum 10. bekkingum í Tjarnarskóla til hamingju með góðan árangur í Fjármálaleikunum þökkum við þeim kærlega fyrir þann hlýhug og stuðning sem þau sína Rauða krossinum og okkar mikilvægu verkefnum.
Stuðningur sem þessi er ómetanlegur fyrir starfið okkar enda eru það stórar jafnt sem smáar upphæðir sem gera okkur kleift að halda úti verkefnum fyrir hópa sem ekki hafa greiðan aðgang að íslensku samfélagi. Þannig byggjum við mikilvægar brýr á milli menningarheima og gerum heiminn betri fyrir okkur öll.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Skyndihjálparmanneskjur ársins verðlaunaðar
Almennar fréttir 11. febrúar 2025Í dag var haldið upp á 112-daginn í slökkvistöðinni í Skógarhlíð 14, en þemað í ár var börn og öryggi. Við þetta tækifæri veitti Rauði krossinn á Íslandi skyndihjálparmanneskjum ársins viðurkenningu. Skyndihjálparmanneskjur ársins 2024 eru þau Guðrún Narfadóttir, Hinrik Þráinn Örnólfsson og Elín Ragnarsdóttir, sem veittu Hrafnkeli Reynissyni lífsbjörg þegar hann hneig niður á bílastæði í Álftamýrinni og fór í hjartastopp.

Tímasetningar aðalfunda deilda 2025
Almennar fréttir 07. febrúar 2025Hér má sjá tímasetningar á þeim aðalfundum deilda Rauða krossins sem hafa verið ákveðnir.

Aðalfundur Rauða krossins við Eyjafjörð
Almennar fréttir 05. febrúar 2025Aðalfundur Rauða krossins við Eyjafjörð verður haldinn 13. mars.