Almennar fréttir

Styrkur frá N1

10. desember 2018

Í síðustu viku styrkti N1 skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins, Frú Ragnheiði, um eina milljón króna

Í síðustu viku styrkti N1 skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins, Frú Ragnheiði,  um eina milljón króna. Það voru starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins sem völdu verkefnið. Ákvörðun um að N1 myndi ekki senda jóla­gjaf­ir til fyr­ir­tækja í ár var tek­in fyr­ir nokkru og var þess í stað ákveðið að auka styrki til góðgerðar­mála. Starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins um land allt sendu inn til­lög­ur að mál­efni fyr­ir jóla­styrk­inn og varð niðurstaðan eft­ir til­nefn­ing­ar ríf­lega 200 starfs­manna sú að styrkja þrjú mál­efni um þrjár millj­ón­ir króna og var Frú Ragnheiður eitt af þeim verkefnum.

Rauði krossinn þakkar N1 kærlega fyrir þetta framlag til verkefnisins.