Almennar fréttir
Styrkur frá N1
10. desember 2018
Í síðustu viku styrkti N1 skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins, Frú Ragnheiði, um eina milljón króna
Í síðustu viku styrkti N1 skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins, Frú Ragnheiði, um eina milljón króna. Það voru starfsmenn fyrirtækisins sem völdu verkefnið. Ákvörðun um að N1 myndi ekki senda jólagjafir til fyrirtækja í ár var tekin fyrir nokkru og var þess í stað ákveðið að auka styrki til góðgerðarmála. Starfsmenn fyrirtækisins um land allt sendu inn tillögur að málefni fyrir jólastyrkinn og varð niðurstaðan eftir tilnefningar ríflega 200 starfsmanna sú að styrkja þrjú málefni um þrjár milljónir króna og var Frú Ragnheiður eitt af þeim verkefnum.
Rauði krossinn þakkar N1 kærlega fyrir þetta framlag til verkefnisins.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sigríður tekur við formennsku af Silju Báru
Almennar fréttir 19. júní 2025„Ég tek við starfi formanns með mikilli auðmýkt, tilhlökkun og virðingu fyrir öllum þeim sem starfa fyrir Rauða krossinn, bæði sjálfboðaliðum og starfsfólki,“ segir Sigríður Stefánsdóttir, nýr formaður Rauða krossins á Íslandi.

Sendifulltrúanámskeið Rauða krossins 2025
Alþjóðastarf 12. júní 2025Rauði krossinn á Íslandi auglýsir eftir umsóknum á sendifulltrúanámskeið félagsins.

Mannúð á hjólum og í húsi við hafið
Innanlandsstarf 11. júní 2025Starfsfólk og sjálfboðaliðar Rauða krossins sem koma að skaðaminnkunarverkefnum félagsins mæta þeim sem nýta sér þjónustuna af fordómaleysi, manngæsku og virðingu. Þannig hefur tekist að skapa mikilvægt traust sem eykur lífsgæði fólks sem oft hefur verið jaðarsett í samfélaginu.