Almennar fréttir

Þingflokkur Pírata í heimsókn

23. janúar 2019

Þingflokkur Pírata heimsótti Rauða krossinn í byrjun janúar. Starfsfólk félagsins tók á móti þingmönnunum og ræddi um starfsemi Rauða krossins

Þingflokkur Pírata heimsótti Rauða krossinn í byrjun janúar. Starfsfólk félagsins tók á móti þingmönnunum og ræddi um starfsemi Rauða krossins, m.a. málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd, neyðarvarnir, nýstofnaðan sárafátæktarsjóð og sjúkrabíla. Einnig gafst þingmönnum tækifæri á að spyrja út í starfsemi félagsins og var fundurinn afar upplýsandi fyrir alla fundargesti.