Almennar fréttir
Þjónustufulltrúi í afgreiðslu óskast
11. júní 2019
Rauði krossinn á Íslandi óskar eftir þjónustufulltrúa í afgreiðslu félagsins að Efstaleiti 9. Óskað er eftir jákvæðum og þjónustuliprum einstaklingi sem hefur gaman af að umgangast fólk.
Rauði krossinn á Íslandi óskar eftir þjónustufulltrúa í afgreiðslu félagsins að Efstaleiti 9. Óskað er eftir jákvæðum og þjónustuliprum einstaklingi sem hefur gaman af að umgangast fólk. Í boði er fjölbreytt og áhugavert starf fyrir réttan aðila. Um er að ræða hlutastarf, þar sem unnið er frá kl. 10:00-16:00 mánudaga til fimmtudaga en til kl. 15:00 á föstudögum.
Helstu verkefni
- Almenn störf í afgreiðslu, s.s. móttaka gesta og símsvörun
- Veita upplýsingar um starfsemi Rauða krossins
- Skráning þátttakenda á námskeið Rauða krossins
- Frágangur á pósti, móttaka pantana og gerð reikninga
- Önnur tilfallandi störf
Hæfnikröfur
- Rík samskiptahæfni og þjónustulund
- Góð tölvukunnátta
- Áhugi að vinna með fólki frá mismunandi menningarheimum
- Mjög góð íslensku- og enskukunnátta, þekking á öðrum tungumálum er kostur
- Þekking á málefnum og starfi Rauða krossins er kostur
Æskilegt að viðkomandi gæti hafið störf sem allra fyrst. Umsóknarfrestur er til 18. júní n.k. Sótt er um starfið á Alfreð.
Nánari upplýsingar veitir Kristrún Pétursdóttir, kristrun@redcross.is
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Hópastarf sem valdeflir hinsegin fólk á flótta
Innanlandsstarf 08. september 2025Alþjóðsamband Rauða krossins segir hópastarf á vegum Rauða krossins á Íslandi fyrir hinsegin fólk á flótta búa til einstakt umhverfi „þar sem þátttakendur upplifa viðurkenningu, virði og valdeflast“. Þátttakendur lýsa hópnum sem öruggu rými til að deila reynslu af áföllum og mismunun.

50 milljónir króna til neyðarsjúkrahússins á Gaza
Alþjóðastarf 03. september 2025Með stuðningi Mannvina og utanríkisráðuneytisins hefur Rauði krossinn á Íslandi styrkt neyðarsjúkrahús Rauða krossins á Gaza um 50 milljónir króna. „Neyðarsjúkrahúsið er líflína þúsunda í hörmungunum miðjum,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins.

„Við höfum öll eitthvað fram að færa“
Almennar fréttir 02. september 2025Hadia Rahman, nemi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir frá flóttanum frá Afganistan og hvað fjölskyldan hefur lagt á sig til að eiga gott líf á Íslandi.