Almennar fréttir
Þjónustufulltrúi í afgreiðslu óskast
11. júní 2019
Rauði krossinn á Íslandi óskar eftir þjónustufulltrúa í afgreiðslu félagsins að Efstaleiti 9. Óskað er eftir jákvæðum og þjónustuliprum einstaklingi sem hefur gaman af að umgangast fólk.
Rauði krossinn á Íslandi óskar eftir þjónustufulltrúa í afgreiðslu félagsins að Efstaleiti 9. Óskað er eftir jákvæðum og þjónustuliprum einstaklingi sem hefur gaman af að umgangast fólk. Í boði er fjölbreytt og áhugavert starf fyrir réttan aðila. Um er að ræða hlutastarf, þar sem unnið er frá kl. 10:00-16:00 mánudaga til fimmtudaga en til kl. 15:00 á föstudögum.
Helstu verkefni
- Almenn störf í afgreiðslu, s.s. móttaka gesta og símsvörun
- Veita upplýsingar um starfsemi Rauða krossins
- Skráning þátttakenda á námskeið Rauða krossins
- Frágangur á pósti, móttaka pantana og gerð reikninga
- Önnur tilfallandi störf
Hæfnikröfur
- Rík samskiptahæfni og þjónustulund
- Góð tölvukunnátta
- Áhugi að vinna með fólki frá mismunandi menningarheimum
- Mjög góð íslensku- og enskukunnátta, þekking á öðrum tungumálum er kostur
- Þekking á málefnum og starfi Rauða krossins er kostur
Æskilegt að viðkomandi gæti hafið störf sem allra fyrst. Umsóknarfrestur er til 18. júní n.k. Sótt er um starfið á Alfreð.
Nánari upplýsingar veitir Kristrún Pétursdóttir, kristrun@redcross.is
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Palestínskur ljósmyndari hlaut mannúðarverðlaun Visa d’Or
Alþjóðastarf 29. júlí 2025Myndaröð Saher Alghorra um daglegar raunir og þjáningar íbúa Gaza er að mati forseta samtakanna Fréttamanna án landamæra „eins og högg í magann – kraftmikil og harmræn í senn“.

Góð tilfinning að geta aðstoðað fólk í erfiðum aðstæðum
Innanlandsstarf 23. júlí 2025„Í þau skipti sem ég hef smeygt mér í Rauða kross peysuna og farið af stað í útköll þá finn ég mjög sterkt hvað það gefur mér mikið,“ segir Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. Hún er sjálfboðaliði í fjöldahjálp og í viðbragðshópi.

Listsköpun, leikur og lærdómur
Innanlandsstarf 15. júlí 2025„Þetta voru góðar og gefandi samverustundir og mætingin var mjög góð,“ segir Yana Miz, verkefnisstjóri Wellbeing4U hjá Rauða krossinum, um uppskeruhátíð verkefnisins þar sem tugir flóttafólks frá Úkraínu á öllum aldri komu saman.