Almennar fréttir
Tombóla í Vogum
10. desember 2020
Vinkonurnar Birna Rán og Helena Marý héldu tombólu í haust og komu peningunum til skila þrátt fyrir samkomutakmarkanir.
Þær Birna Rán Hilmarsdóttir og Helena Marý Óðinsdóttir ákváðu að snúa bökum saman og halda tombólu til styrktar Rauða krossinum í haust í Vogum. Þær stöllur söfnuðu 2.653 krónum. Vegna Covid takmarkana komu þær framlaginu ekki í hús hjá Rauða krossinum en dóu ekki ráðalausar og létu millifæra framlagið.
Þær hyggja á frekara tombóluhald næsta vor með von um að þá verði veiran á brott og að allir þori að koma á tombólu.
Á myndinni er Birna Rán til vinstri og Helena Marý til hægri.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Stöðvum helvíti á jörðu
Alþjóðastarf 09. júlí 2025„Hörmungarnar á Gaza eru skuggi yfir mannkyni,“ skrifa framkvæmdastjórar sex íslenskra mannúðarfélaga. „Líf íbúa Gaza eru jafn mikils virði og líf annarra íbúa þessa heims, það ætti ekki að þurfa að taka fram, en engu að síður horfir heimurinn dofinn upp á íbúa Gaza svipta allri mannlegri reisn.“

Mikilvægt að fá að vera til staðar fyrir fólk í afplánun
Innanlandsstarf 08. júlí 2025Pétur Kristófersson, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum, heimsækir fanga og spjallar við þá um það sem á þeim brennur. Tilgangurinn er að aðstoða þá við undirbúning fyrir lífið eftir afplánun.

Börn með skotsár á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins
Alþjóðastarf 03. júlí 2025„Við höfum séð allt að 200 særða á einum degi; með skotsár, brunasár, sár eftir sprengjubrot og aðra áverka,“ segir hjúkrunarfræðingur sem starfar á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. „Við fáum til okkar börn með skotsár.“