Almennar fréttir

Umsögn Rauða krossins á Íslandi um frumvarp til laga um breytingu á lögum um atvinnuréttindi útlendinga

08. nóvember 2022

Rauði krossinn á Íslandi sendi velferðarnefnd Alþingis umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um atvinnuréttindi útlendinga í seinustu viku.

Rauði krossinn á Íslandi fagnar þeim breytingum sem eru lagðar til í frumvarpi þessu og telur að ákvæði frumvarpsins bæti verulega stöðu þeirra útlendinga sem fengið hafa dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða sérstakra tengsla við landið samkvæmt lögum um útlendinga nr. 80/2016.