Almennar fréttir
Umsögn Rauða krossins á Íslandi um frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga
15. nóvember 2022
Síðastliðinn föstudag skilaði Rauði krossinn á Íslandi inn umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga. Félagið gerir alvarlegar athugasemdir við fjölmörg ákvæði frumvarpsins.

Rauði krossinn á Íslandi stendur vörð um mannréttindi og virðingu einstaklinga og vinnur að málefnum flóttamanna og umsækjenda um alþjóðlega vernd í samvinnu við stjórnvöld og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna.
Rauði krossinn hefur ítrekað gagnrýnt skort á samráði og samtali við aðila sem starfa í málaflokknum og hafa til þess sérþekkingu og reynslu við gerð frumvarpsins. Telur félagið mikilvægt að þær víðtæku lagabreytingar sem lagðar eru til í frumvarpinu séu unnar í þverfaglegu samráði svo sátt geti skapast um stefnu og lagaumhverfi í málefnum fólks á flótta.
Umsögn Rauða krossins er mótuð af mikilli og langri reynslu sem félagið hefur af málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd og flóttamanna. Við yfirferð frumvarpsins hefur Rauði krossinn haft til hliðsjónar grundvallarhugsjónir hreyfingarinnar um mannúð, óhlutdrægni og hlutleysi sem og stefnu Alþjóðahreyfingar Rauða krossins í málefnum sem tengjast flóttafólki, umsækjendum um alþjóðlega vernd og alþjóðlegum fólksflutningum. Ábendingar og athugasemdir félagsins miða að úrbótum, þar sem hagsmunir stjórnvalda og þeirra einstaklinga sem í hlut eiga fara að öllu jafnan saman.
Umsögnina má nálgast hér fyrir neðan.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Þörf á tafarlausu og varanlegu vopnahléi á Gaza
Alþjóðastarf 08. desember 2023Allir aðilar átakanna á Gaza verða að virða alþjóðleg mannúðarlög. Ef þau eru endurtekið virt að vettugi verður erfiðara að finna pólitíska lausn til að binda enda á þær hörmungar sem almennir borgarar á Gaza eru að upplifa.

Atlantsolía keyrir áfram neyðarvarnir og skaðaminnkun Rauða krossins
Innanlandsstarf 04. desember 2023Atlantsolía og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað samstarfssaming.

Perluvinkonur styrktu börn sem lifa við fátækt
Innanlandsstarf 04. desember 2023Vinkonurnar og frænkurnar Tinna Gísladóttir og Árný Ýr Jónsdóttir ákváðu nýverið að nýta hæfileika sína í perli til að láta gott af sér leiða og hjálpa börnum í slæmum aðstæðum.