Almennar fréttir
Umsögn Rauða krossins um frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga
06. október 2023
Síðastliðinn fimmtudag skilaði Rauði krossinn á Íslandi inn umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga.
Rauði krossinn á Íslandi stendur vörð um mannréttindi og virðingu einstaklinga og vinnur að málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd og flóttafólks í samvinnu við stjórnvöld og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Frá árinu 2014 hefur Rauði krossinn á Íslandi sinnt umfangsmikilli þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd á grundvelli samninga við stjórnvöld, sem og við fólk með vernd í enn lengri tíma. Er eftirfarandi umsögn Rauða krossins fyrst og fremst mótuð af því hlutverki og hagsmunagæslu hreyfingarinnar fyrir viðkvæma hópa s.s. flóttafólk og farendur, til viðbótar við þá miklu og löngu reynslu sem félagið hefur af málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd og flóttafólks.
Við yfirferð frumvarpsins hefur Rauði krossinn haft til hliðsjónar grundvallarmarkmið hreyfingarinnar um mannúð, óhlutdrægni og hlutleysi sem og stefnu Alþjóðahreyfingar Rauða krossins í málefnum sem tengjast flóttafólki, umsækjendum um alþjóðlega vernd og alþjóðlegum fólksflutningum.
Umsögnina má nálgast hér að neðan.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitKristín S. Hjálmtýsdóttir lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi
Almennar fréttir 02. desember 2024Stjórn Rauða krossins á Íslandi og Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins síðastliðin 9 ár, hafa gert samkomulag um starfslok hennar. Viðræður um starfslokin áttu sér stað að frumkvæði Kristínar, sem hefur nú þegar látið af störfum. Arna Harðardóttir sem gengt hefur starfi fjármálastjóra mun taka við verkefnum framkvæmdastjóra samhliða sínum störfum þar til nýr framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn. Staðan verður auglýst innan skamms.
Jólamerkimiðar Rauða krossins 2024 eru komnir út
Almennar fréttir 28. nóvember 2024Jólamerkimiðar Rauða krossins 2024 eru farnir í dreifingu á höfuðborgarsvæðinu. Hægt verður að nálgast þá í verslunum Kjörbúðar, Krambúðar og N1 á landsbyggðinni. Í ár eru jólamerkimiðarnir skreyttir með myndum sem myndlistarkonan Sísí Ingólfsdóttir gerði sérstaklega fyrir miðana.
Jólabasar Kvennadeildar 23. nóvember
Almennar fréttir 18. nóvember 2024Jólabasar Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins á Íslandi verður haldinn laugardaginn 23. nóvember kl. 13:00 - 16:00 í Safnaðarheimili Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56, 105 Reykjavík.