Almennar fréttir

Umsögn um lög um málefni innflytjenda

10. mars 2021

Rauði krossinn hefur skilað inn umsögn um lög um málefni innflytjenda er varða móttöku flóttafólks og innflytjendaráð.

Rauði krossinn telur að með frumvarpinu sé stigið skref í rétta átt en leggur jafnframt áherslu á mikilvægi þess að ráðist verði í heildræna stefnumótun til langs tíma sem horfi til allra sviða samfélagsins varðandi gagnkvæma aðlögun flóttafólks, innflytjenda og samfélags. Slík stefna ætti að verða grundvöllur að nokkurra ára framkvæmdaáætlun í senn í málefnum innflytjenda. 

Hér má lesa umsögnina.