Almennar fréttir

Vefnámskeið í skyndihjálp

12. september 2019

Ókeypis vefnámskeið í skyndihjálp er gott bæði fyrir þau sem aldrei hafa lært skyndihjálp og til upprifjunar.

 

Rauði krossinn býður landsmönnum upp á ókeypis vefnámskeið í skyndihjálp. 

 

Námskeiðið er mjög hentugt t.d. fyrir fyrirtæki sem vilja ekki missa starfsfólk sitt á námskeið hálfan dag. Hver og einn getur tekið námskeiðið á sínum hraða og farið síðan á verklegt námskeið sem tekur skemmri tíma. Þá er þetta hentugt til að rifja  upp. Allir ættu að endurmennta sig í skyndihjálp a.m.k. á tveggja ára fresti.

Ekki bíða lengur - byrjaðu strax í dag!