Almennar fréttir
Verkefni Rauða krossins í Malaví miðar vel áfram
07. febrúar 2019
Í\r\nsíðustu viku heimsótti utanríkisráðherra Íslands höfuðstöðvar Rauða krossins í\r\nMalaví til að kynna sér langtímaþróunarsamstarf félagsins sem íslensk\r\nstjórnvöld og Rauði krossinn á Íslandi hafa stutt frá árinu 2012.
Ísíðustu viku heimsótti utanríkisráðherra Íslands höfuðstöðvar Rauða krossins íMalaví til að kynna sér langtímaþróunarsamstarf félagsins sem íslenskstjórnvöld og Rauði krossinn á Íslandi hafa stutt frá árinu 2012.
Frá árinu 2012 hefur Utanríkisráðuneytið stutt langtímaþróunarsamstarf Rauða krossins í Malaví, eins fátækasta lands heims. Verkefnið miðar að því að auka viðnámsþol 150.000 manns sem búa við sárafátækt á strjálbýlum svæðum í þremur héruðum í sunnanverðu landinu. Aðgengi að hreinu vatni, bætt heilbrigði og menntun barna er grunnstef verkefnisins, en auk þess leggur Rauði krossinn á Íslandi mikla áherslu á valdeflingu stúlkna og kvenna. Á meðan Ísland trónir efst á lista Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) yfir jafnrétti tíunda árið í röð, situr Malaví í 112. sæti af 149 löndum. Ungar stúlkur sem njóta stuðnings Rauða krossins til skólagöngu og hafa hætt skólagöngu vegna barneigna taka þátt í ungliðastarfi Rauða krossins á verkefnasvæðunum. Þar fá þær þjálfun í lífsleikni, fræðslu um kynheilbrigði, réttindi sín og mikilvægi hreinlætis á blæðingum. Þessar sárafátæku stúlkur hafa lítið sem ekkert aðgengi að dömubindum og því miður verður það oft til þess að þær treysta sér ekki til að fara í skólann þá daga sem blæðingarnar eru hvað mestar. Þær missa því allt að viku úr skóla í hverjum mánuði. Blæðingar eru afskaplega skammarlegt umræðuefni í Malaví og því eiga stúlkur mjög erfitt með að tjá sig um þessa hluti. Í ungliðastarfinu er túr ekki tabú og eitt þeirra verkefna sem ungmennin hafa þróað snýst um að kenna stúlkunum að sauma margnota dömubindi.
GuðnýNielsen, verkefnastjóri Rauða krossins var á staðnum og lýsir heimsókn ráðherrasem afskaplega ánægjulegri. „Starfsfólk og sjálfboðaliðar Rauða krossins íMalaví, sem þátt tóku í móttöku ráðherrans, voru í skýjunum. Það er mikillheiður að fá heimsókn svo háttsetts aðila og okkur þótti mjög vænt um að fátækifæri til að kynna þetta einstaka þróunarsamstarf sem miðar að því aðstórbæta líf 150.000 manns á strjálbýlum svæðum í þessu fátæka landi. Þaðskiptir miklu máli að geta veitt stjórnvöldum innsýn í þann árangur sem fæstfyrir tilstuðlan stuðnings þeirra.“
Hægt er að styrkja starf Rauða krossins í Malaví með því að gerast Mannvinur Rauða krossins. Mannvinir eru mánaðarlegir styrktaraðilar Rauða krossins á Íslandi. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar hér.
Hægt er að gefa dömubindi og aðrar gjafir til góðra verka í Malaví hér á heimasíðu Rauða krossins .
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Listsköpun, leikur og lærdómur
Innanlandsstarf 15. júlí 2025„Þetta voru góðar og gefandi samverustundir og mætingin var mjög góð,“ segir Yana Miz, verkefnisstjóri Wellbeing4U hjá Rauða krossinum, um uppskeruhátíð verkefnisins þar sem tugir flóttafólks frá Úkraínu á öllum aldri komu saman.

Stöðvum helvíti á jörðu
Alþjóðastarf 09. júlí 2025„Hörmungarnar á Gaza eru skuggi yfir mannkyni,“ skrifa framkvæmdastjórar sex íslenskra mannúðarfélaga. „Líf íbúa Gaza eru jafn mikils virði og líf annarra íbúa þessa heims, það ætti ekki að þurfa að taka fram, en engu að síður horfir heimurinn dofinn upp á íbúa Gaza svipta allri mannlegri reisn.“

Mikilvægt að fá að vera til staðar fyrir fólk í afplánun
Innanlandsstarf 08. júlí 2025Pétur Kristófersson, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum, heimsækir fanga og spjallar við þá um það sem á þeim brennur. Tilgangurinn er að aðstoða þá við undirbúning fyrir lífið eftir afplánun.